Viðskipti innlent

Um 80% telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Um 80% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét framkvæma fyrir Landsvirkjun, en niðurstöðurnar verða kynntar á haustfundi fyrirtækisins á morgun. Einungis 10% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi lítil verðmæti.

Fundurinn, sem ber yfirskriftina Arður í orku framtíðar, verður haldinn á Hótel Hilton Reykjavik Nordica og hefst klukkan tvö. Á haustfundinum verður rætt um framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vísir segir nánar frá haustfundinum á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×