Viðskipti innlent

Erfingjar Geira fá engan arf

Ásgeir Þór var litríkur persónuleiki en ákaflega umdeildur.
Ásgeir Þór var litríkur persónuleiki en ákaflega umdeildur.
Dánarbúi Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, hefur verið breytt í þrotabú og verður skipt þannig upp, en skuldir eru of miklar. Þetta kemur fram í viðtali við lögfræðinginn Jón G. Briem, sem fer með dánarbú Geira, og Viðskiptablaðið ræðir við á vef sínum.

Eins og kunnugt er þá lést Geiri fyrir aldur fram, aðeins 62 ára gamall. Á meðan hann lifði rak hann fjölda skemmtistaða auk þess sem hann átti hinn fornfræga nektardansstað, Goldfinger, sem enn er starfræktur í Kópavogi.

Í viðtali í Viðskiptablaðinu segir Jón G. Briem: „Nú er bara verið að skipta dánarbúinu upp með hagsmuni kröfuhafa í huga, erfingjarnir eru dottnir út. Ekkert er til skiptanna fyrir þá."

Það er því ljóst að börn Ásgeir fá engan arf, en kröfur í dánarbú Ásgeirs nema um 200 milljónum króna og á það ekki fyrir skuldum. Landsbankinn og Drómi, þrotabú Frjálsa fjárfestingarbankans og SPRON, eiga megnið af kröfunum eða upp á milli 180 til 190 miljónir króna.

Hægt er að fræðast nánar um málið á vef Viðskiptablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×