Arion banki virðist eiga Dróma Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. nóvember 2012 18:37 Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. Drómi hf. er félag sem stofnað var utan um slitastjórn Frjálsa Fjárfestingarbankans og SPRON. Drómi er í raun í eigu fallinna fjármálafyrirtækja og sér um að reka útlánasöfn Frjálsa og SPRON. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Dróma hf. þá eru nær allar langtímaskuldir Dróma við Arion banka. Langtímaskuldir Dróma eru 92,8 milljarðar króna. Af þessu eru 73 milljarðar króna við Arion banka. Þetta þýðir að langstærsti kröfuhafi Dróma hf. er Arion banki með 78 prósent allra skulda Dróma. Málefni Dróma hafa reglulega verið í umræðunni vegna viðskiptavina sem segja farir sínar ekki sléttar, en getur Arion banki beitt sér með einhverjum hætti gegn Dróma? Stutta svarið við þessari spurningu er nei, enda er Dróma stýrt af slitastjórnum Frjálsa og SPRON, með Hlyn Jónsson lögmann í fararbroddi. Þeir taka ekki við beinum fyrirmælum frá kröfuhöfum Dróma. Skýringin á þessu kröfum Arion banka er að innlán viðskiptavina SPRON fluttust til Arion banka eftir bankahrunið og fékk bankinn sem endurgjald skuldabréf útgefið af Dróma, dótturfélagi þrotabúsins. Þannig er þessi skuld Dróma við bankann til komin. Það er hins vegar ein af ráðgátum bankahrunsins að SPRON hafi hreinlega ekki verið sameinaður Arion banka. Þær upplýsingar fengust frá Arion banka að það hafi alltaf verið óheppilegt að bankinn hafi eingöngu tekið við innlánum SPRON en ekki útlánasafninu þar sem með slíku hafi viðskiptasambandið verið brotið upp. Mun þetta vera afstaða stjórnenda bankans. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gerði tvívegis atlögu að því að Arion banki tæki við útlánasafni SPRON. Fyrst sem félagsmálaráðherra en aftur sem viðskiptaráðherra, en stjórnendur Dróma stóðu í vegi fyrir því í bæði skiptin. Við vinnslu fréttarinnar óskaði Stöð 2 eftir viðbrögðum frá Dróma. Þau höfðu ekki borist fyrir fréttir. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. Drómi hf. er félag sem stofnað var utan um slitastjórn Frjálsa Fjárfestingarbankans og SPRON. Drómi er í raun í eigu fallinna fjármálafyrirtækja og sér um að reka útlánasöfn Frjálsa og SPRON. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Dróma hf. þá eru nær allar langtímaskuldir Dróma við Arion banka. Langtímaskuldir Dróma eru 92,8 milljarðar króna. Af þessu eru 73 milljarðar króna við Arion banka. Þetta þýðir að langstærsti kröfuhafi Dróma hf. er Arion banki með 78 prósent allra skulda Dróma. Málefni Dróma hafa reglulega verið í umræðunni vegna viðskiptavina sem segja farir sínar ekki sléttar, en getur Arion banki beitt sér með einhverjum hætti gegn Dróma? Stutta svarið við þessari spurningu er nei, enda er Dróma stýrt af slitastjórnum Frjálsa og SPRON, með Hlyn Jónsson lögmann í fararbroddi. Þeir taka ekki við beinum fyrirmælum frá kröfuhöfum Dróma. Skýringin á þessu kröfum Arion banka er að innlán viðskiptavina SPRON fluttust til Arion banka eftir bankahrunið og fékk bankinn sem endurgjald skuldabréf útgefið af Dróma, dótturfélagi þrotabúsins. Þannig er þessi skuld Dróma við bankann til komin. Það er hins vegar ein af ráðgátum bankahrunsins að SPRON hafi hreinlega ekki verið sameinaður Arion banka. Þær upplýsingar fengust frá Arion banka að það hafi alltaf verið óheppilegt að bankinn hafi eingöngu tekið við innlánum SPRON en ekki útlánasafninu þar sem með slíku hafi viðskiptasambandið verið brotið upp. Mun þetta vera afstaða stjórnenda bankans. Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gerði tvívegis atlögu að því að Arion banki tæki við útlánasafni SPRON. Fyrst sem félagsmálaráðherra en aftur sem viðskiptaráðherra, en stjórnendur Dróma stóðu í vegi fyrir því í bæði skiptin. Við vinnslu fréttarinnar óskaði Stöð 2 eftir viðbrögðum frá Dróma. Þau höfðu ekki borist fyrir fréttir.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira