Fleiri fréttir

Eignir brugghússins Mjaðar kyrrsettar

Eignir brugghússins Mjaðar í Stykkishólmi, sem framleiðir bjórtegundirnar Jökul og Skriðjökul, hafa verið kyrrsettar af sýslumanni. RUV segir frá þessu og vitnar í Skessuhorn.

Prentmet fékk Svaninn

Prentmet í Reykjavík hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Prentmet hafi frá stofnun lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Markmiðin séu skýr og skuldbinding eigenda og stjórnenda fyrirtækisins er augljós og greinilega mikill áhugi meðal alls starfsfólks. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti fyrirtækinu vottunina.

Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York

Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum.

Vaxtahækkanir valda aðeins skaða

Áform í peningastefnunefnd Seðlabankans um hækkun vaxta valda áhyggjum. Þau áform geta ekki valdið heimilum og fyrirtækjum öðru en skaða.

Seðlabankinn í mál gegn Samkeppniseftirlitinu

Seðlabanki Íslands vill ekki afhenda gögn um útlán bankanna og ætlar að fara með deilumál við Samkeppniseftirlitið fyrir dómstóla. Áfallnar dagsektir vegna málsins nema nú þegar yfir 10 milljónum króna.

Arnar Gauti og Jóhanna Pálsdóttir ráðin til Elite

Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir hafa verið ráðinn til Elite á Íslandi. Arnar sem listrænn stjórnandi og Jóhanna sem framkvæmdastjóri. Þau taka við af Ingibjörgu Finnbogadóttur og Tinnu Aðalbjörnsdóttur sem hverfa til annarra verkefna.

ECB hækkar stýrivexti eins og vænst var

Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag eins og vænst var. Þar með eru stýrivextir bankans komnir í 1,5% og hafa ekki verið hærri síðan í mars 2009.

Ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 65.606 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í júní síðastliðnum eða 11.215 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 20,6% milli ára og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði.

Langt í almenna afléttingu gjaldeyrishafta

Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir.

MP banki með mestu veltuna í skuldabréfum

MP banki er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands fyrri helming ársins, samkvæmt upplýsingum frá Nasdaq OMXI. Velta bankans nam 632 milljörðum króna sem er 26% af allri veltu skuldabréfa í Kauphöllinni.

CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum

Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins.

Bretar hafa endurheimt 113 milljarða frá KSF

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS) hefur endurheimt 614 milljónir punda eða ríflega 113 milljarða kr. frá Kaupthing Singer & Freidlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í London.

Kortleggja erlenda ferðamenn á Íslandi

Ferðamálastofa hefur samið við markaðsrannsóknafyrirtækið MMR um að gera könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu júní 2011 til maí 2012.

Endurskipulagningu Eikar lokið

Hluthafar og kröfuhafar Eikar fasteignafélags hf. hafa samþykkt endurskipulagningu félagsins í frjálsum samningum og óveðtryggðum kröfum á hendur fyrirtækinu hefur verið breytt í eigið fé. Þá hafa veðtryggðir kröfuhafar skuldbreytt og lengt í lánum Eikar sem tryggir gjaldfærni félagsins og að reksturinn verði traustur um ókomna tíð.

Þjóðverjar stofna fyrirtæki á Íslandi

Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim.

Verðmunurinn getur orðið allt að sexfaldur

Árgjöld sem fyrirtæki á Aðalmarkaði greiða Kauphöllinni eru einungis þriðjungur til helmingur af því sem tíðkast í kauphöllum í hinum Norðurlandaríkjunum. Munurinn getur orðið allt að sexfaldur fyrir fyrirtæki á First North-markaðnum. Allt fer þetta eftir stærð fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

365 á þriðjungshlut í Birtíngi

Fjölmiðlafyrirtækið 365 eignaðist í janúar 47 prósenta hlut í Hjálmi, móðurfélagi tímaritaútgáfunnar Birtíngs. 365 á nú 30 prósent í Birtíngi í gegnum Hjálm. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærkvöldi.

Hyggst gera AGS fjölbreyttari og leysa skuldavanda heimilanna

Christine Lagarde, nýji forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ætlar að gera stofnunina fjölbreyttari auk þess sem hún hyggst beita sér fyrir því að leysa skuldavanda heimilanna í Evrópu. Þetta tilkynnti hún í dag á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forstjóri stofnunarinnar.

Möndlur, hnetur og eik í lokin

The Glenlivet er eitt vinsælasta maltviskí í heimi og eitt það sögufrægasta. Viskíið er til dæmis mest selda maltviskíið í Bandaríkjunum. Einhver kynni að draga þá ályktun að slík framleiðsla gerði að einhvert miðjumoð væri á veigunum. Svo er ekki.

Seðlabankinn vill kaupa krónur

Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að útboðið sé liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s

Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk.

Slitastjórn stefnir einnig Sigurjóni Árnassyni

Lögfræðingi Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var birt stefna í gær samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans. Stefnan tengist tveimur atvikum sem áttu sér stað í aðdraganda falls gamla Landsbankans.

Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB

Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar.

Bláa Lónið fær sérstaka viðurkenningu hjá TripAdvisor

Einn vinsælasti ferðavefur heims, TripAdvisor, hefur veitt Bláa Lóninu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan vitnisburð meðlima TripAdvisor.com. Bláa Lónið hlaut að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu frá þeim sem lögðu mat á gæði staðanna. Einnig er hlutfall afar góðra umsagna mjög hátt.

Ólíklegt að metárið í fyrra verði slegið hvað vöruskiptin varðar

Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að metárið í fyrra, hvað vöruskiptaafgang varðar, verði jafnað þetta árið. Afgangur af vöruskiptum nam 120 milljörðum kr. árið 2010, jafngildi u.þ.b. 8% af vergri landsframleiðslu (VLF) ársins og hafði þá aldrei verið meiri, hvort sem í krónum er talið eða miðað við hlutfall af VLF.

Heildarafli eykst

Sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Heildarafli allra fisktegunda, nema ýsu og steinbíts, eykst eða helst óbreyttur.

Rangt að Vigni Rafni hafi verið stefnt vegna máls fyrir hrun

Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur ekki stefnt Vigni Rafni Gíslasyni endurskoðanda Landsbankans fyrir hrun eins og fram kom á vb.is í morgun. Dómsmál þar sem slitastjórnin er sóknaraðili og Vignir Rafn varnaraðili, og tekið var fyrir í morgun, snýr að ágreiningi um hvort Vigni Rafni sé skylt að gefa skýrslu og afhenda gögn um tiltekin atriði sem varða Landsbankann.

Gríðarleg tækifæri í vetrarferðamennsku

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt síðastliðinn áratug og orðið ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Geirinn glímir hins vegar við það vandamál að vera afar árstíðabundinn, en rúmur helmingur allra ferðamanna kemur hingað á sumrin.

Segist ekki hafa hagnast á falli krónunnar og líkir Agli við ungmey

"Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar“. Þannig hefst grein Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, þar sem hann ver gjaldmiðlasamninga sem Exista gerði í október árið 2008.

Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz

Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári.

Íslandsbanki Fjármögnun verður Ergo

Íslandsbanki Fjármögnun tekur á morgun upp nafnið Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun bifreiða fyrir einstaklinga, og atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila.

Sjá næstu 50 fréttir