Viðskipti innlent

Kortleggja erlenda ferðamenn á Íslandi

Ferðamálastofa hefur samið við markaðsrannsóknafyrirtækið MMR um að gera könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu júní 2011 til maí 2012.

Fjallað er um málið á vefsíðu Ferðamálastofu. Þar segir að markmiðið með könnuninni sé að afla upplýsinga um ferðir erlendra gesta til landsins, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun erlendra ferðamanna á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu.

Könnunin er liður í reglubundinni gagnasöfnun Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi og er með henni leitast við að afla upplýsinga sem að gagni koma við ákvörðunartöku og uppbyggingu í greininni.

Um er að ræða netkönnun sem send er á netföng sem safnað er með skipulögðum hætti meðal erlendra ferðamanna á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×