Segist ekki hafa hagnast á falli krónunnar og líkir Agli við ungmey Valur Grettisson skrifar 6. júlí 2011 10:32 Lýður Guðmundsson. „Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar". Þannig hefst grein Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, þar sem hann ver gjaldmiðlasamninga sem Exista gerði í október árið 2008. Exista fékk lán í erlendri mynt hjá um 40 erlendum og innlendum bönkum. Meirihluti lána Exista var tekinn hjá erlendum bönkum samkvæmt grein Lýðs. Exista átti miklar eignir á Íslandi. Má þar helst nefna Kaupþing, VÍS, Símann og Lýsingu. Lýður segir í grein sinni að það sé því nokkuð ljóst að það hefði verið beinlínis andstætt hagsmunum Exista að fella gengi krónunnar. Lýður fer mikinn í greininni. Þar segir hann meðal annars að aðdáun fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar og stjórnlagaráðsfulltrúans Þorvalds Gylfasonar, á Evu Joly, minni á ungmeyjar í námunda við poppstirnið Justin Bieber. Þá segist hann hafa heimildir fyrir því að fjölmörg mál sem Fjármálaeftirlitið (FME) sendi til Sérstaks saksóknara, hafi verið felld niður. Sú heimild er þó ekki tilgreind sérstaklega í greininni.Meint rangfærsla í skýrslu RNA Megininntak greinar Lýðs er þó gjaldmiðlasamningur sem Exista á að hafa gert þann 21. október 2008, aðeins nokkrum vikum eftir hrun. Gjaldmiðlasamningunum var ætlað að tryggja að Exista gæti keypt gjaldeyri á fyrirfram ákveðnum dagsetningum á fyrirfram ákveðnu gengi svo að félagið gæti greitt af skuldum sínum í erlendri mynt með þeim hagnaði sem til varð í íslenskum krónum eins og segir í grein Lýðs. Lýður segir umfjöllun rannsóknarskýrslu Alþingis um samninginn ranga. En þar kemur fram að félagið hefði selt um 1,3 milljarða evra í stundarviðskiptum við Kaupþing (4. bindi, bls. 129). Allt í allt á hagnaður Exista af samningnum að hafa verið 90 milljarðar íslenskra króna. Hann segir fullyrðingu skýrsluhöfunda ranga, því þegar til kastanna kom, og krónan gaf eftir, þá gátu bankarnir ekki afhent Exista þann gjaldeyri sem þeir höfðu lofað. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur glögglega í ljós að stundarviðskiptin hefðu átt sér stað þennan sama dag. Ekkert kemur fram í skýrslunni hvort þau hafi gengið eftir eða ekki eins og Lýður fullyrðir að raunin hafi verið. Lýður gagnrýnir skýrsluhöfunda ennfremur fyrir að tala ekki við sig né nokkurn annan mann innan Exista-samstæðunnar við gerð skýrslunnar.Tapaði miklu „Ekki má skilja orð mín á þann veg að allt hafi verið með besta móti hjá Exista. Vitaskuld gerði ég mörg mistök. Og augljóslega svo slæm, að ég tapaði lunganum af eignum mínum," skrifar Lýður sem virðist hafa farið illa út úr hruninu eins og svo margir. Hér fyrir neðan má svo lesa meinta rangfærslu skýrsluhöfunda, að mati Lýðs. Þá er hægt að lesa grein Lýðs með því að smella hér.Á mynd 28 gefur að líta yfirlit yfir gjaldeyrisviðskipti Exista hf.20 Athygli vekur að félagið kaupir umtalsvert magn af gjaldeyri, eða samtals rúmlega milljarð evra, í framvirkum viðskiptum í apríl 2007.21 Þessi upphæð nam á þeim tíma um fjórðungi af mánaðarlegri veltu á gjaldeyrismarkaði.Svo virðist sem þessi staða hafi verið framlengd í gjaldeyrisskiptasamningum allt fram tiloktóber 2008 þegar félagið seldi um 1,3 milljarða evra í stundarviðskiptum við Kaupþing. Einnig vekur athygli að félagið kaupir jafnvirði um 500 milljóna evra af gjaldeyri í desember 2007 í gegnum framvirk viðskipti við Kaupþing.Mun það að stórum hluta skýra mikil viðskipti Kaupþings á millibankamarkaðimeð gjaldeyri þann mánuðinn en bankinn mun hafa þurft að sækja sér varnir gagnvart stöðu Exista í framvirka samningnum. Þegar kemur fram í október 2008 selur svo Exista sem nemur rúmlega öllum þeim gjaldeyri sem félagið hafði keypt frá ársbyrjun 2007 og fer stærstur hluti þeirra viðskipta fram 21. október 2008 þegar um 1.244 milljónir evra eru seldar á genginu 150,5 kr., 1.135 milljónir japanskra jena seldar á genginu 1,176 kr. og tæpar 52 milljónir Bandaríkjadala á genginu 114,02 kr.Þegar litið er til afkomufélagsins vegna þeirra gjaldeyrisviðskipta sem það átti við Kaupþing frá upphafi árs 2007 og fram til loka október 2008 metur rannsóknarnefnd Alþingis hagnað Exista af viðskiptunum upp á tæpa 90 milljarða íslenskra króna og er þá miðað við skráð gengi hverra viðskipta í gagnasafni Kaupþings og miðað við að gjaldeyriseign félagsins sé engin við upphaf og lok tímabilsins. Tengdar fréttir "Mikilvægasta rannsókn allra tíma“ Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina "réttlátu reiði í samfélaginu“ eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu. 6. júlí 2011 07:00 „Óvissuferð“ sérstaks saksóknara Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS. 22. júní 2011 06:15 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
„Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar". Þannig hefst grein Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, þar sem hann ver gjaldmiðlasamninga sem Exista gerði í október árið 2008. Exista fékk lán í erlendri mynt hjá um 40 erlendum og innlendum bönkum. Meirihluti lána Exista var tekinn hjá erlendum bönkum samkvæmt grein Lýðs. Exista átti miklar eignir á Íslandi. Má þar helst nefna Kaupþing, VÍS, Símann og Lýsingu. Lýður segir í grein sinni að það sé því nokkuð ljóst að það hefði verið beinlínis andstætt hagsmunum Exista að fella gengi krónunnar. Lýður fer mikinn í greininni. Þar segir hann meðal annars að aðdáun fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar og stjórnlagaráðsfulltrúans Þorvalds Gylfasonar, á Evu Joly, minni á ungmeyjar í námunda við poppstirnið Justin Bieber. Þá segist hann hafa heimildir fyrir því að fjölmörg mál sem Fjármálaeftirlitið (FME) sendi til Sérstaks saksóknara, hafi verið felld niður. Sú heimild er þó ekki tilgreind sérstaklega í greininni.Meint rangfærsla í skýrslu RNA Megininntak greinar Lýðs er þó gjaldmiðlasamningur sem Exista á að hafa gert þann 21. október 2008, aðeins nokkrum vikum eftir hrun. Gjaldmiðlasamningunum var ætlað að tryggja að Exista gæti keypt gjaldeyri á fyrirfram ákveðnum dagsetningum á fyrirfram ákveðnu gengi svo að félagið gæti greitt af skuldum sínum í erlendri mynt með þeim hagnaði sem til varð í íslenskum krónum eins og segir í grein Lýðs. Lýður segir umfjöllun rannsóknarskýrslu Alþingis um samninginn ranga. En þar kemur fram að félagið hefði selt um 1,3 milljarða evra í stundarviðskiptum við Kaupþing (4. bindi, bls. 129). Allt í allt á hagnaður Exista af samningnum að hafa verið 90 milljarðar íslenskra króna. Hann segir fullyrðingu skýrsluhöfunda ranga, því þegar til kastanna kom, og krónan gaf eftir, þá gátu bankarnir ekki afhent Exista þann gjaldeyri sem þeir höfðu lofað. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur glögglega í ljós að stundarviðskiptin hefðu átt sér stað þennan sama dag. Ekkert kemur fram í skýrslunni hvort þau hafi gengið eftir eða ekki eins og Lýður fullyrðir að raunin hafi verið. Lýður gagnrýnir skýrsluhöfunda ennfremur fyrir að tala ekki við sig né nokkurn annan mann innan Exista-samstæðunnar við gerð skýrslunnar.Tapaði miklu „Ekki má skilja orð mín á þann veg að allt hafi verið með besta móti hjá Exista. Vitaskuld gerði ég mörg mistök. Og augljóslega svo slæm, að ég tapaði lunganum af eignum mínum," skrifar Lýður sem virðist hafa farið illa út úr hruninu eins og svo margir. Hér fyrir neðan má svo lesa meinta rangfærslu skýrsluhöfunda, að mati Lýðs. Þá er hægt að lesa grein Lýðs með því að smella hér.Á mynd 28 gefur að líta yfirlit yfir gjaldeyrisviðskipti Exista hf.20 Athygli vekur að félagið kaupir umtalsvert magn af gjaldeyri, eða samtals rúmlega milljarð evra, í framvirkum viðskiptum í apríl 2007.21 Þessi upphæð nam á þeim tíma um fjórðungi af mánaðarlegri veltu á gjaldeyrismarkaði.Svo virðist sem þessi staða hafi verið framlengd í gjaldeyrisskiptasamningum allt fram tiloktóber 2008 þegar félagið seldi um 1,3 milljarða evra í stundarviðskiptum við Kaupþing. Einnig vekur athygli að félagið kaupir jafnvirði um 500 milljóna evra af gjaldeyri í desember 2007 í gegnum framvirk viðskipti við Kaupþing.Mun það að stórum hluta skýra mikil viðskipti Kaupþings á millibankamarkaðimeð gjaldeyri þann mánuðinn en bankinn mun hafa þurft að sækja sér varnir gagnvart stöðu Exista í framvirka samningnum. Þegar kemur fram í október 2008 selur svo Exista sem nemur rúmlega öllum þeim gjaldeyri sem félagið hafði keypt frá ársbyrjun 2007 og fer stærstur hluti þeirra viðskipta fram 21. október 2008 þegar um 1.244 milljónir evra eru seldar á genginu 150,5 kr., 1.135 milljónir japanskra jena seldar á genginu 1,176 kr. og tæpar 52 milljónir Bandaríkjadala á genginu 114,02 kr.Þegar litið er til afkomufélagsins vegna þeirra gjaldeyrisviðskipta sem það átti við Kaupþing frá upphafi árs 2007 og fram til loka október 2008 metur rannsóknarnefnd Alþingis hagnað Exista af viðskiptunum upp á tæpa 90 milljarða íslenskra króna og er þá miðað við skráð gengi hverra viðskipta í gagnasafni Kaupþings og miðað við að gjaldeyriseign félagsins sé engin við upphaf og lok tímabilsins.
Tengdar fréttir "Mikilvægasta rannsókn allra tíma“ Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina "réttlátu reiði í samfélaginu“ eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu. 6. júlí 2011 07:00 „Óvissuferð“ sérstaks saksóknara Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS. 22. júní 2011 06:15 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
"Mikilvægasta rannsókn allra tíma“ Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar. Höfundar skýrslunnar, sem franska stjórnmálakonan Eva Joly fullyrðir að sé sú eina sinnar tegundar í heiminum, vaða reyk í umfjöllun sinni. Þessi staðleysa eins og svo margt annað úr skýrslunni um Exista er svo étið upp í fjölmiðlum, meðal annars í leiðara DV um síðustu helgi. Þar fékkst enn ein staðfesting þess að þeir sem tala mest um réttlæti og sanngirni eru oft síst til þess fallnir. Augljóst er að sífelld skrif DV manna um hina "réttlátu reiði í samfélaginu“ eru einungis hjúpur sem ætlað er að fela illgirni þeirra og mannfyrirlitningu. 6. júlí 2011 07:00
„Óvissuferð“ sérstaks saksóknara Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS. 22. júní 2011 06:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun