Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2025 08:00 Svona munu húsin líta út. Torgið við annað húsið er séð frá Álftamýri í þessari teikningu. Tröð Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur. Deiliskipulagsbreytingin byggir á samningi milli Reykjavíkurborgar og Atlantsolíu um lokun bensínstöðva. Lóðin er 1.910 m2, en deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 786 m2 og verður lóðin þá um 2.695 m2 eftir breytingu. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum við Háaleitisbraut. Á vesturhluta lóðarinnar er fjögurra til fimm hæða hús og á austurhluta lóðarinnar er fjögurra til sex hæða hús. Heimild er fyrir þaksvölum og kjallara. Dvalarsvæði eru milli húsanna og sunnan við þau. Í austasta húsinu á götuhæð að Háaleitisbraut er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Á jarðhæð í vestasta húsinu og á efri hæðum beggja húsa verða fjölbreyttar íbúðir að stærð og komið til móts við kröfur Reykjavíkurborgar um félagslega blöndun. Arkitektastofan kynnti tillögu sína á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í vikunni. Við það tilefni lögðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna bókun þar sem kom fram að reiturinn væri spennandi uppbyggingarreitur. Hann sé aðþrengdur á öllum hliðum og það verði því krefjandi verkefni að koma fyrir byggð á reitnum sem falli vel að nærumhverfinu. „Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir björtum og sólríkum íbúðum um leið og ný byggð mætir Álftamýrinni til suðurs vel með litlu torgi og grænum jaðri næst götunni. Eftir stendur þó að móta nýja byggð þannig að hún mæti Háaleitisbraut betur, til vesturs og norðurs. Nauðsynlegt er að skoða þar atriði áfram eins og til dæmis aðkomu í bílakjallara, sjónás niður Álftamýri, blöndun þjónustu og íbúða á jarðhæð og ásýnd jarðhæðar reitsins að Háaleitisbraut,“ segir að lokum í bókuninni. Bensínstöðvasamkomulag Breytingunni á lóðinni er hluti af frumkvæði borgarinnar að loka bensínstöðvum en fyrstu drög að því samkomulagi voru gerð árið 2021. Aðrar bensínstöðvar sem hefur verið lokað og á að byggja upp eru til dæmis við Birkimel og Ægisíðu. Í samræmi við samkomulagið fær lóðarhafi það verkefni að þróa uppbyggingu íbúða á svæði í samráði við skipulagsfulltrúa um skipulag lóðar. Í kynningu Traðar sem er að finna í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs er að finna athugasemdir frá sviðinu frá því í maí á þessu ári. Þar segir að draga þurfi úr lóðastækkun mót vestri til að rýmka fyrir sjónás frá Álftamýri mót norðri og um leið gefa núverandi göngustíg í borgarlandi betra rými. Þá segir að betra sé að taka burt rampa og leysa aðkomu í bílakjallara með bílalyftu frá Álftamýri. Þá þurfi að koma fyrir þjónusturými á jarðhæð íbúðablokkar vestan við lagnakvöð Veitna sem muni snúa að Háaleitisbraut sem þýði að hæðin muni ná að opna sig betur fyrir borgarrýminu fyrir utan og um leið ná að byggja undir frekari borgarþróun við Háaleitisbraut. Svona mun húsið líta út ef horft er frá Álftamýri að Lágmúla. Tröð Þá er einnig fjallað í athugasemdum að það þurfi að sýna núverandi horf gangbrautar og strætóstoppistöð á Háaleitisbraut til að gefa almenningi betri yfirsýn svo hægt verði að leggja betur mat á breytingarnar auk þess sem þörf sé á að skýra betur fyrirkomulag bílastæða í tengslum við þjónusturými. Þá segir að skert lóðarstækkun mót vestri muni framkalla nokkra fækkun íbúða sem þýðir að dregið verði almennt úr umfangi uppbyggingarinnar í umhverfinu og einnig minni þörf á fjölda bílastæða. Hljóðstig verði yfir viðmið á ákveðnum stöðum Í kynningunni er einnig að finna umfjöllun um hávaðaútreikninga sem voru framkvæmdir vegna uppbyggingarinnar. Við rannsókn hafi komið fram að hljóðstig verði yfir viðmiðum og því verði að gæta þess að allar íbúðir hafi yfirbyggðar svalir og verði með hljóðláta hlið. Þá segir að skoða þurfi vel hönnun og útfærslu á byggingartæknilegum lausnum, sem hafi áhrif á hljóðvist, eins og gerð glugga og loftræstikerfis, á hönnunarstigi. Þá verði gert ráð fyrir því að settur verði skjólveggur á milli húsa og við Álftamýri, til að uppfylla viðmið umhávaða á dvalarsvæði, ásamt dvalarsvæðum staðsettum á þökum húsanna. Einnig er gert ráð fyrir að íbúðir hafi svalir sem hafa möguleika á svalalokun til að tryggja hljóðláta hlið að lágmarki á einni hlið hverrar íbúðar. Þá segir að nauðsynlegt verði að gera nýja útreikninga þegar lokahönnun liggur fyrir. Breytingar á legu, hæð og umhverfi hafa áhrif á hljóðstig sem reiknast við húshlið byggingar. Götumyndin í dag. já.is Góð tenging við almenningssamgöngur og bílakjallari Í kynningunni er einnig að finna samgöngumat. Þar kemur fram að gert séð ráð fyrir því að það verði bílastæði í kjallara og á lóð við Álftamýri. Lagt er til að heildarfjöldi bílastæða verði 41 og heildarfjöldi hjólastæða á reitnum verða 135. Þá segir að góðar tengingar séu á svæðinu við almenningssamgöngur og hjólastíga. Háaleitisbraut 12 ef horft er frá Háaleitisbraut. Tröð Í dag séu tvær tengingar við Háaleitisbraut, innakstur og útakstur og ein tvístefnutenging við Álftamýri. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila eldsneytissölu um áfyllingar eru um 160 bílferðir um bensínstöðina. Umferð vegna bílasölu er sambærileg og er áætluð um 160 bílferðir. Umtalsverð umferð er um lóðina til viðbótar við umferð vegna eldsneytissölu og verslunarreksturs, þar sem talsvert er um gegnumakstur um lóðina, fram hjá ljósastýrðum gatnamótunum við Háleitisbraut og Safamýri. Umferð vegna gegnumaksturs er áætluð 360-540 bílferðir. Umferðarsköpun lóðarinnar í dag er áætluð 680-860 bílferðir á sólarhring Í greiningu í samgöngumati segir að eftir uppbyggingu verði ein tenging við lóðina um Háleitisbraut í bílageymslu. Umferðartengingum lóðarinnar muni þannig fækka um tvær vegna uppbyggingar á lóðinni og er uppbyggingin ekki talin hafa teljandi umferðaraukandi áhrif á gatnakerfið í grennd. Á myndinni má sjá hversu há húsin verða með tilliti til húsa sem eru þegar í Lágmúla. Tröð Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Stígurinn er fjögurra metra breiður og fær betri lýsingu. 9. maí 2018 10:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Deiliskipulagsbreytingin byggir á samningi milli Reykjavíkurborgar og Atlantsolíu um lokun bensínstöðva. Lóðin er 1.910 m2, en deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 786 m2 og verður lóðin þá um 2.695 m2 eftir breytingu. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum við Háaleitisbraut. Á vesturhluta lóðarinnar er fjögurra til fimm hæða hús og á austurhluta lóðarinnar er fjögurra til sex hæða hús. Heimild er fyrir þaksvölum og kjallara. Dvalarsvæði eru milli húsanna og sunnan við þau. Í austasta húsinu á götuhæð að Háaleitisbraut er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Á jarðhæð í vestasta húsinu og á efri hæðum beggja húsa verða fjölbreyttar íbúðir að stærð og komið til móts við kröfur Reykjavíkurborgar um félagslega blöndun. Arkitektastofan kynnti tillögu sína á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í vikunni. Við það tilefni lögðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna bókun þar sem kom fram að reiturinn væri spennandi uppbyggingarreitur. Hann sé aðþrengdur á öllum hliðum og það verði því krefjandi verkefni að koma fyrir byggð á reitnum sem falli vel að nærumhverfinu. „Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir björtum og sólríkum íbúðum um leið og ný byggð mætir Álftamýrinni til suðurs vel með litlu torgi og grænum jaðri næst götunni. Eftir stendur þó að móta nýja byggð þannig að hún mæti Háaleitisbraut betur, til vesturs og norðurs. Nauðsynlegt er að skoða þar atriði áfram eins og til dæmis aðkomu í bílakjallara, sjónás niður Álftamýri, blöndun þjónustu og íbúða á jarðhæð og ásýnd jarðhæðar reitsins að Háaleitisbraut,“ segir að lokum í bókuninni. Bensínstöðvasamkomulag Breytingunni á lóðinni er hluti af frumkvæði borgarinnar að loka bensínstöðvum en fyrstu drög að því samkomulagi voru gerð árið 2021. Aðrar bensínstöðvar sem hefur verið lokað og á að byggja upp eru til dæmis við Birkimel og Ægisíðu. Í samræmi við samkomulagið fær lóðarhafi það verkefni að þróa uppbyggingu íbúða á svæði í samráði við skipulagsfulltrúa um skipulag lóðar. Í kynningu Traðar sem er að finna í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs er að finna athugasemdir frá sviðinu frá því í maí á þessu ári. Þar segir að draga þurfi úr lóðastækkun mót vestri til að rýmka fyrir sjónás frá Álftamýri mót norðri og um leið gefa núverandi göngustíg í borgarlandi betra rými. Þá segir að betra sé að taka burt rampa og leysa aðkomu í bílakjallara með bílalyftu frá Álftamýri. Þá þurfi að koma fyrir þjónusturými á jarðhæð íbúðablokkar vestan við lagnakvöð Veitna sem muni snúa að Háaleitisbraut sem þýði að hæðin muni ná að opna sig betur fyrir borgarrýminu fyrir utan og um leið ná að byggja undir frekari borgarþróun við Háaleitisbraut. Svona mun húsið líta út ef horft er frá Álftamýri að Lágmúla. Tröð Þá er einnig fjallað í athugasemdum að það þurfi að sýna núverandi horf gangbrautar og strætóstoppistöð á Háaleitisbraut til að gefa almenningi betri yfirsýn svo hægt verði að leggja betur mat á breytingarnar auk þess sem þörf sé á að skýra betur fyrirkomulag bílastæða í tengslum við þjónusturými. Þá segir að skert lóðarstækkun mót vestri muni framkalla nokkra fækkun íbúða sem þýðir að dregið verði almennt úr umfangi uppbyggingarinnar í umhverfinu og einnig minni þörf á fjölda bílastæða. Hljóðstig verði yfir viðmið á ákveðnum stöðum Í kynningunni er einnig að finna umfjöllun um hávaðaútreikninga sem voru framkvæmdir vegna uppbyggingarinnar. Við rannsókn hafi komið fram að hljóðstig verði yfir viðmiðum og því verði að gæta þess að allar íbúðir hafi yfirbyggðar svalir og verði með hljóðláta hlið. Þá segir að skoða þurfi vel hönnun og útfærslu á byggingartæknilegum lausnum, sem hafi áhrif á hljóðvist, eins og gerð glugga og loftræstikerfis, á hönnunarstigi. Þá verði gert ráð fyrir því að settur verði skjólveggur á milli húsa og við Álftamýri, til að uppfylla viðmið umhávaða á dvalarsvæði, ásamt dvalarsvæðum staðsettum á þökum húsanna. Einnig er gert ráð fyrir að íbúðir hafi svalir sem hafa möguleika á svalalokun til að tryggja hljóðláta hlið að lágmarki á einni hlið hverrar íbúðar. Þá segir að nauðsynlegt verði að gera nýja útreikninga þegar lokahönnun liggur fyrir. Breytingar á legu, hæð og umhverfi hafa áhrif á hljóðstig sem reiknast við húshlið byggingar. Götumyndin í dag. já.is Góð tenging við almenningssamgöngur og bílakjallari Í kynningunni er einnig að finna samgöngumat. Þar kemur fram að gert séð ráð fyrir því að það verði bílastæði í kjallara og á lóð við Álftamýri. Lagt er til að heildarfjöldi bílastæða verði 41 og heildarfjöldi hjólastæða á reitnum verða 135. Þá segir að góðar tengingar séu á svæðinu við almenningssamgöngur og hjólastíga. Háaleitisbraut 12 ef horft er frá Háaleitisbraut. Tröð Í dag séu tvær tengingar við Háaleitisbraut, innakstur og útakstur og ein tvístefnutenging við Álftamýri. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila eldsneytissölu um áfyllingar eru um 160 bílferðir um bensínstöðina. Umferð vegna bílasölu er sambærileg og er áætluð um 160 bílferðir. Umtalsverð umferð er um lóðina til viðbótar við umferð vegna eldsneytissölu og verslunarreksturs, þar sem talsvert er um gegnumakstur um lóðina, fram hjá ljósastýrðum gatnamótunum við Háleitisbraut og Safamýri. Umferð vegna gegnumaksturs er áætluð 360-540 bílferðir. Umferðarsköpun lóðarinnar í dag er áætluð 680-860 bílferðir á sólarhring Í greiningu í samgöngumati segir að eftir uppbyggingu verði ein tenging við lóðina um Háleitisbraut í bílageymslu. Umferðartengingum lóðarinnar muni þannig fækka um tvær vegna uppbyggingar á lóðinni og er uppbyggingin ekki talin hafa teljandi umferðaraukandi áhrif á gatnakerfið í grennd. Á myndinni má sjá hversu há húsin verða með tilliti til húsa sem eru þegar í Lágmúla. Tröð
Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Stígurinn er fjögurra metra breiður og fær betri lýsingu. 9. maí 2018 10:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24. júní 2021 20:01
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19
Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Stígurinn er fjögurra metra breiður og fær betri lýsingu. 9. maí 2018 10:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent