Viðskipti innlent

Heildarafli eykst

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra
Sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Heildarafli allra fisktegunda, nema ýsu og steinbíts, eykst eða helst óbreyttur.

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Í ráðgjöf Hafró kemur fram að þorskstofninn er nú talinn stærri en undanfarna tvo áratugi. Að tillögu ákvað ráðherra því að heildarafli þorsks á næsta ári verði 177 þúsund tonn eða um 10% hærri, en er á yfirstandandi fiskveiðiári.

Heildarafli ýsu fyrir árið er 45 þúsund, sem er 5 þúsund tonna lækkun frá fyrra ári. Árgangar ýsu frá 2008-2010 hafa verið mjög litlir eftir mjög gott gengi stofnsins árin næst þar á undan. Stofninn hefur minnkað undanfarin ár, en að því er fram kemur á vef ráðuneytisins er veruleg óvissa um stærð stofnsins.

Heildarafli steinbíts lækkar lítillega en heildarafli ufsa, karfa, lúðu og annarra tegunda helst óbreyttur eða eykst lítillega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×