Viðskipti innlent

Bláa Lónið fær sérstaka viðurkenningu hjá TripAdvisor

Einn vinsælasti ferðavefur heims, TripAdvisor, hefur veitt Bláa Lóninu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan vitnisburð meðlima TripAdvisor.com. Bláa Lónið hlaut að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu frá þeim sem lögðu mat á gæði staðanna. Einnig er hlutfall afar góðra umsagna mjög hátt.

Í tilkynningu segir að þetta styrki stöðu Bláa Lónsins sem einstakrar heilsulindar á heimsmælikvarða en Bláa Lónið hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum. Fyrr á þessu ári valdi CNN Bláa Lónið í hóp tíu bestu framandi heilsustaða heimsins.

Lesendur hins virta ferðablaðs Conde Nast hafa tvisvar valið Bláa Lónið bestu heilsulindina í flokki þeirra sem byggja starfsemi sína á lækningum og jarðvarma. Lesendur Conde Nast völdu Bláa Lónið einnig sem eina af tíu bestu heilsulindum heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×