Fleiri fréttir

Mörg fyrirtæki líkleg á markaðinn í haust

Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár.

Fjárfestar ósammála matsfyrirtækjum um Ísland

Bloomberg fréttaveitan veltir því fyrir sér afhverju alþjóðlegir fjárfestar séu ósammála stóru matsfyrirtækjunum þremur þegar kemur að trausti á íslenska hagkerfinu. Bent er á velheppnað skuldabréfaútboð ríkissjóðs í vor upp á milljarð dollara þar sem eftirspurnin reyndist tvöfalt meiri en framboðið.

Fyrsta konan í karlafansi Nýherja

„Þetta er mjög skemmtilegt tækifæri. Ég lít samt ekki á þetta sem aðalatriði en tel mikilvægt að visst jafnvægi náist í kynjahlutföllum í fyrirtækjum, enda hefur það sýnt sig að þeim fyrirtækjum sem það gera vegnar yfirleitt betur,“ segir Elsa M. Ágústsdóttir.

Olíuverðið hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna.

Leggst þyngra á lítil fyrirtæki

Greiningardeild Arion banka telur að hækkun veiðigjalds úr 9,5 prósentum í 13,3 prósent af reiknaðri framlegð útgerða á næsta fiskveiðiári muni að öllum líkindum leggjast þyngra á minni fyrirtæki. Þetta kemur fram í Markaðspunktum bankans.

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Kaupþingsmenn áfrýja til Hæstaréttar

Helgi Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi banka, sem héraðsdómur dæmdi á dögunum til að greiða bankanum hundruð milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfa í bankanum, hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Málinu var áfrýjað þann 30. júní síðastliðinn, segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Helga.

Fyrstu íbúðahúsin í 14 ár rísa á Þórshöfn

Í síðustu viku gerðust þau tíðindi að tvö hús risu í einni svipan á Þórshöfn. Raðhúsin við Miðholt nr. 9 - 19 voru reist á örstuttum tíma í vikulokin og setja svip á nánasta umhverfi. Það munu vera fjórtán ár síðan síðast var reist íbúðarhús á Þórshöfn.

Málið gegn Strauss-Kahn verður fellt niður

Mál ákæruvaldsins í New York gegn Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður fellt niður. Þetta gerist eftir tvær vikur þegar málflutningur á að hefjast.

Vill skoða sameiningu Byggðastofnunnar og sparisjóða

Í nýrri skýrslu um lánastarfsemi Byggðastofnunnar er lagt til að skoðaðir verði sá möguleiki að sameina stofnunina sparisjóðum eða öðrum fjármálafyrirtækjum. Nefndin sem vann skýrsluna telur að enn sé þörf á Byggðastofnun en leggur til ýmsar breytingar á starfseminni.

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Raungengi íslensku krónunnar heldur áfram að lækka eins og það hefur raunar stöðugt gert á milli mánaða frá því í nóvember á síðasta ári.

Reglur um kaupauka gætu veikt fjármálafyrirtækin

Fjármálaeftirlitið kynnti í gær reglur sem takmarka möguleika fjármálafyrirtækja á að greiða starfsmönnum kaupauka. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að kaupaukakerfin sem hafi verið við lýði hér á landi og annarsstaðar hafi alls ekki verið í lagi. Hann segir hins vegar að nýju reglurnar geti veikt stöðu fjármálafyrirtækja.

Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast

Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga.

FME beitir Byr dagsektum

Fjármálaeftirlitið (FME) beitir Byr dagsektum vegna brot bankans á reglum um skil ársreikninga. Samkvæmt reglum hefði Byr átt að skila inn ársreikningi fyrir síðasta starfsár í mars.

Fjöldi ferðamanna með skipum þrefaldast á tíu árum

Fjöldi ferðamanna með skemmtiferðaskipum til landsins hefur nær þrefaldast frá árinu 2000. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur tekið saman um komur skemmtiferðaskipa til Íslands árin 2000 til 2010.

Samkeppniseftirlitið sektar Forlagið um 25 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta.

Kínverskar bankaskuldir vantaldar um 62 þúsund milljarða

Matsfyrirtækið Moody´s segir að skuldir sveitastjórna í Kína við innlenda banka séu vantaldar um 540 milljarða dollara eða um rúmlega 62 þúsund milljarða kr. Sökum þessa sé hætta á að lánshæfiseinkunnir kínversku bankanna muni lækka í bókum Moody´s

Framtíð Bella Center í töluverðri óvissu

Framtíð Bella Center hinnar þekktu hótel- og ráðstefnuhallar í Kaupmannahöfn er nú í töluverðri óvissu. Ástæðan er sú að stór hluti eigenda hennar er orðinn gjaldþrota.

Hærri vextir magna kreppuna

Hækkun vaxta myndi magna skuldakreppu fyrirtækja og heimila, valda auknum fjölda gjaldþrota og meiri óróa á vinnumarkaði. Þetta segir í grein sem Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, ritar í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar.

Mest verðmæti í málmunum

Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran hér á landi árið 2010, en verðmæti þeirra nam 37,1 prósenti af heildarverðmæti framleiðsluvara það ár. Fiskafurðir komu næstar, en verðmæti þeirra nam 32,5 prósentum af heildarverðmætinu.

Reykjavíkurborg greiði Brimborg 135 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Reykjavíkurborg til að greiða bílaumboðinu Brimborg 135 milljónir króna með dráttarvöxtum gegn því að Brimborg skilaði lóð við Lækjarmel í Reykjavík og byggingarrétti sem fylgdi lóðinni.

Kaupþing selur Lehman Brothers bréfin

Skilanefnd Kaupþings hefur selt skuldabréf gefin út af Lehman Brothers og fékkst a.m.k. 30% af nafnverði bréfanna í sölunni. Bréfin fékk skilanefndin í hendur eftir samkomulag við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð sem keyptu bréfin upphaflega með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð.

Samtals 500 hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í ár

Á árinu 2011 hafa Vinnumálastofnun alls borist 16 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt hefur verið upp samtals 500 manns. Tvær bárust í janúar, þrjár í febrúar, ein í mars, tvær í apríl, fjórar í maí og fjórar í júní.

Fjórar hópuppsagnir í júnímánuði

Alls bárust Vinnumálastofnun fjórar tilkynningar um hópuppsagnir í júnímánuði 2011. Samtals er sagt upp 123 einstaklingum, sem koma til með að missa vinnuna á tímabilinu ágúst 2011 til janúar 2012, eftir lengd uppsagnarfrests.

Fundu 2.300 milljarða fjársjóð í indversku hofi

Talið er að fjársjóður sem nýlega fannst í hindúahofi í suðurhluta Indlands gæti verið 20 milljarða dollara virði eða um 2.300 milljarða kr. Þetta samsvarar hálfri annarri landsframleiðslu Íslands.

Fyrsta Dreamliner þotan lendir í Japan

Fyrsta Dreamliner 787 farþegaþotan sem lendir í Japan kom þangað eftir flug frá verksmiðjum Boeing í Seattle á sunnudagmorgun. Þotan er máluð í litum All Nippon Airways flugfélagsins og var mikil viðhöfn á flugvellinum í Tokyo við komu hennar.

Capacent í Svíþjóð sameinast UnitedLog

Capacent í Svíþjóð hefur sameinast ráðgjafafyrirtækinu UnitedLog Consulting sem hefur verið leiðandi ráðgjafafyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði rekstrarráðgjafar og aðfangastjórnunar.

Skuldir sjávarútvegsins svipaðar og 2005

Skuldir sjávarútvegsins mældar í evrum eru nú svipaðar og þær voru árið 2005 en þær nema rúmlega 3 milljörðum evra eða rúmlega 500 milljörðum kr.

Skuldatryggingaálag Íslands lækkar áfram

Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka og mældist 229 punktar í morgun samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem sækir sínar upplýsingar til Bloomberg og CMA gagnaveitunnar.

S&P ógnar Grikklandi með gjaldþrotseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar niður í ruslið eða úr B og niður í CCC. Jafnframt segir S&P að fyrirtækið muni líta á endurskipulagningu á skuldum Grikklands sem ígildi greiðslufalls og lækka einkunn sína í samræmi við það.

Ný vatnsverksmiðja að rísa á Rifi

Fyrir nokkrum dögum byrjuðu framkvæmdir við byggingu nýs vatnsverksmiðjuhúss í Rifi, eftir að nýir vatnsréttarhafar töldu sig hafa fullreynt að ná samningum við eigendur vatnsverksmiðjuhússins sem þar er fyrir og var byggt að félaginu Iceland Glacier Product.

Einstakur atburður í Reykjavíkurhöfn

Það hefur aldrei gerst áður að þrjú skemmtiferðaskip frá sama félaginu komi til Reykjavíkur á sama deginum. Þetta gerðist síðan í fyrsta sinn um helgina.

Enn töluvert líf á fasteignamarkaðinum

Enn er töluvert líf á fasteignamarkaðinum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 95. Þetta er 10 samningum yfir meðaltalsfjöldanum á síðustu 12 vikum sem er 85 samningar á viku.

Sjá næstu 50 fréttir