Langt í almenna afléttingu gjaldeyrishafta 7. júlí 2011 11:50 Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“ Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira