Langt í almenna afléttingu gjaldeyrishafta 7. júlí 2011 11:50 Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“ Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun