Viðskipti innlent

Vaxtahækkanir valda aðeins skaða

Áform í peningastefnunefnd Seðlabankans um hækkun vaxta valda áhyggjum. Þau áform geta ekki valdið heimilum og fyrirtækjum öðru en skaða.

Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðara nýs fréttabréfs SA. Hann segir vissulega tilefni til að hafa áhyggjur af verðlagsþróun undanfarið en verðbólgan muni hjaðna á ný. Bent hefur verið á að verðbólgan er að mestu leyti innflutt og að hækkun vaxta við núverandi aðstæður muni magna skuldakreppu Íslendinga og fjölga gjaldþrotum.

Hannes segir vexti Seðlabankans bíta nú sem aldrei fyrr. Í ljósi þess mikla slaka sem er í efnahagslífinu og birtist í stöðnun einkaneyslu, fjárfestingum í sögulegu lágmarki, samdrætti opinberra umsvifa, fjöldaatvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum séu margir forviða yfir áformum í Seðlabankanum um aukið aðhald með hækkun stýrivaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×