Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2025 13:09 Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun er sagt hafa unnið gegn því að minni og nýir keppinautar á markaði næðu fótfestu. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira