Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2025 13:09 Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun er sagt hafa unnið gegn því að minni og nýir keppinautar á markaði næðu fótfestu. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent