Viðskipti innlent

Verðmunurinn getur orðið allt að sexfaldur

Árgjöld sem fyrirtæki á Aðalmarkaði greiða Kauphöllinni eru einungis þriðjungur til helmingur af því sem tíðkast í kauphöllum í hinum Norðurlandaríkjunum. Munurinn getur orðið allt að sexfaldur fyrir fyrirtæki á First North-markaðnum. Allt fer þetta eftir stærð fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, sagði í gær að á meðal þess sem tefji fyrir nýskráningum fyrirtækja á hlutabréfamarkað hér sé hár kostnaður miðað við kauphallir annars staðar á Norðurlöndunum. Því henti betur stærri fyrirtækjum að leita á hlutabréfamarkað en litlum.

Kauphöllin vísar þessu á bug og bendir á að hér sé kostnaðurinn hvað lægstur á meðal norrænu kauphallanna.

Miðað við verðskrá greiðir fyrirtæki sem skráð er á Aðalmarkaði 825 þúsund krónur á ári auk breytilegs gjalds sem miðast við markaðsverðmæti viðkomandi fyrirtækis.

Árgjald fyrirtækja á First North-markaðnum er meira en helmingi lægra, 375 þúsund krónur. Við það bætist sami breytilegi kostnaður og á Aðalmarkaði. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×