Fleiri fréttir

Ný stjórn tekur við félaginu

Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið og Eignasafn Seðlabankans hafa samþykkt kaup sjóðsins SF1 á 52,4 prósenta hlut í Sjóvá. Hluturinn sem SF1 kaupir er hluti af 73 prósenta eign Eignasafnsins í tryggingafélaginu.

Verðbólga ógnar stöðugleika

Líkur eru taldar á að Evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Verði það raunin fara stýrivextir á evrusvæðinu í 1,5 prósent.

Kaupin á Sjóvá samþykkt

Kaup SF1 á meirihluta í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf) hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og stjórnar ESÍ (Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf). Í tilkynningu frá félaginu segir að þar með séu kaupin lögformlega frágengin og ný stjórn verður formlega skipuð á næsta hluthafafundi félagsins. Fulltrúar SF1 í stjórn Sjóvá verða Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem mun verða formaður nýrrar stjórnar.

Sænski seðlabankinn í slæmum málum

Sænski seðlabankinn og fjármálaeftirlit landsins eru í slæmum málum eftir að embætti sænska ríkisendurskoðunar hefur sent ríkisstjórninni þar í landi skýrslu um hlutverk seðlabankans og fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi sænskra viðskiptabanka í Eystarslatsríkjunum á árunum 2005-2007.

Rúgbrauð frá 1963 seldist á 25 milljónir

Volkeswagen rúgbrauð af árgerðinni 1963 stal senunni á bílauppboði í Kaliforníu í vikunni og seldist á 218 þúsund dollara eða tæpar 25 milljónir króna.

Helmingur vinnufærra á Vopnafirði hjá HB Granda

Ríflega helmingur allra vinnufærra manna í Vopnafjarðarhreppi hefur nú atvinnu í nýendurbyggðu fiskiðjuverið HB-Granda á staðnum. Endurbyggingin hefur kostað um það bil fimm milljarða króna.

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Samherjafrændi fær Björgun

Dótturfélag Landsbankans hefur selt fyrirtækið Björgun til hóps fjárfesta fyrir 306 milljónir króna. Einn kaupenda er Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrverandi stjórnarformaður Atorku Group sem átti fyrirtækið áður. Björgun sérhæfir sig meðal annars í hafnardýpkun.

Mini-mjólk komin á markað

Í fyrsta sinn í 76 ár bauðst íbúum Reykavíkur og nágrennis í dag að kaupa drykkjarmjólk frá öðrum en Mjólkursamsölunni þegar fyrirtækið Vesturmjólk í Borgarnesi setti svokallaða mini-mjólk á markað í eins lítra fernum.

Hætta á stöðnun samfara verðbólgu

Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum.

Áforma 36 milljarða fjárfestingu í Skaftárhreppi

Suðurorka áformar að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Búlandsvirkjun í Skaftártungu í Skaftárhreppi ef til þess fást leyfi. Virkjunarkosturinn gengur út að veita Skaftá neðan Hólaskjóls á Nyrðri Fjallabaksleið í göngum inn á Þorvaldsaura í lóðrétt fallgöng til neðanjarðarstöðvarhúss í Réttarfelli og veita vatninu að lokum um göng í farveg Skaftár við Búland. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að raforkuvinnsla gætti hafist árið 2018 ef áætlanir þess ganga eftir. Áætlað uppsett afl Búlandsvirkjunar er 150 megavött og orkugeta 970 gígavattstundir á ári.

Rio Tinto Alcan veitir 7,5 milljónum í styrki

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 25. janúar til og með 6. júní 2011. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að styrkveitingar að þessu sinni hafi numið 7,5 milljónum króna.

Útluta styrkjum vegna umræðu um Evrópusambandið

Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað úthlutunarnefnd styrkja til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu um Evrópusambandið. Allir nefndarmenn og varamenn eru fyrrverandi rektorar íslenskra háskóla. Formaður nefndarinnar er Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, en auk hans eiga sæti í nefndinni Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, og Ólafur Proppé, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands. Varamenn í úthlutunarnefnd eru Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrverandi rektor Tækniháskóla Íslands. Samkvæmt ákvörðun á fjárlögum Alþingis verður auglýst eftir styrkumsóknum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu. Að þessu sinni er úthlutunarfé til ráðstöfunar allt að 27 milljónir króna. Auglýst verður eftir umsóknum um styrki í byrjun júlí og er umsóknarfrestur til þriðjudagsins 9. ágúst næstkomandi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úthlutunarnefndar liggi fyrir í byrjun septembermánaðar.

Hefur efnt öll loforðin

Í byrjun febrúar kynnti Landsbankinn aðgerðalista með 28 loforðum með það að markmiði að innleiða nýja stefnu bankans sem ber yfirskriftina "Landsbankinn þinn". Landsbankinn hefur nú efnt öll loforðin 28 á aðgerðarlista sínum á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Bankinn hefur sett sér fjölmörg áfangamarkmið við innleiðingu á stefnu bankans. Aðgerðalistinn er eitt slíkt markmið en hann var byggður á sex meginliðum sem koma átti til framkvæmda fyrir 1.júlí. Lagt var upp með það að starfsmenn Landsbankans undirrituðu siðasáttmála, að tekist yrði á við skuldavanda heimila og fyrirtækja, að þjónusta bankans yrði bætt, að bankinn leitaðist við að vera hreyfiafl í samfélaginu og að rækta samfélagslegt og siðferðislegt hlutverk sitt. Frá þeim tíma sem aðgerðalistinn var birtur hafa stjórnendur og sérfræðingar Landsbankans fundað um land allt og hitt viðskiptavini, einstaklinga, fulltrúa fyrirtækja, fulltrúa sveitafélaga og atvinnulífs. Um 3500 manns hafa sótt fundina. Landsbankinn hefur kynnt ný úrræði fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki og hefur þar með gengið lengra en önnur fjármálafyrirtæki við að greiða úr þeim málum. Allir starfsmenn Landsbankans hafa skrifað undir siðasáttmála. Bankinn hefur jafnframt sett fram nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð. Bankinn hefur einnig birt opinberlega stjórnhætti sína og jafnað kynjahlutföll í stjórnum dótturfélaga bankans. Landsbankinn hefur birt gagnsæja og umhverfisvæna stefnu um samskipti við birgja og kynnt stefnu um sölu fullnustueigna bankans. Síðast í gær kynnti Landsbankinn um skráningu á tveimur félögum, Reginn ehf. og Horn fjárfestingafélag hf., í eigu bankans á markað, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd. Stefna bankans byggir á þeirri vissu að hægt sé að endurvinna traust með vönduðum vinnubrögðum og kröftugum aðgerðum í þágu samfélagsins alls, viðskiptavina og eigenda. Stefna Landsbankans hvílir á fjórum meginstoðum, öflugri liðsheild, traustum innviðum, ánægðum viðskiptavinum og ávinningi samfélags og eigenda. Allar eru þær jafn mikilvægar og nauðsynlegar.

Verðið þykir í hærri kantinum

Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook.

Krónan hjálpar efnahagslífinu

Íslensk stjórnvöld gerðu margt rangt í aðdraganda efnahagshrunsins. Eftir að kreppan skall á hafa þau hins vegar gert allt rétt. Þetta fullyrðir norski hagfræðiháskólaprófessorinn Arne Jon Isachsen. Hann var meðhöfundur Þorvaldar Gylfasonar að bókinni Markaðsbúskapur, sem kom út í Bretlandi árið 1992 en hér tveimur árum síðar.

CCP gæti orðið af hundrað milljónum

Samkvæmt frétt á vefsíðunni develop-online.net hafa rúmlega 5.500 notendur íslenska tölvuleiksins EVE Online óskað eftir því í mótmælaskyni að aðgangi þeirra verði lokað. Þetta myndi þýða að CCP, sem hannar og rekur tölvuleikinn, yrði af 115 milljónum íslenskra króna í áskriftargjöld.

Toyota innkallar 110 þúsund tvinnbíla

Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í morgun að innkalla þyrfti 110 þúsund svokallaða tvinnbíla vegna galla í rafmagnskerfi þeirra.

Justin Timberlake kaupir Myspace

Söngvarinn Justin Timberlake og auglýsingastofan Specific Media hafa í sameiningu fest kaup á samfélagsvefnum Myspace af News Corp fjölmiðlasamsteypu Rubert Murdoch.

SS lækkar langtímaskuldir um 1.100 milljónir

Sláturfélag Suðurlands hefur komist að samkomulagi við viðskiptabanka sinn Arion banka hf. um uppgjör gengistryggðra lána. Í tilkynningu segir að með samkomulaginu við Arion banka lækka langtímaskuldir félagsins um 1.100 milljónir króna með leiðréttingu gengistryggðra lána og uppgreiðslu lána.

Olíuverðið rýkur upp að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærdag í kjölfar þess að gríska þingið samþykkti aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar. Einnig spilar inn í hækkunina að olíubirgðir Bandaríkjanna hafa minnkað nokkuð að undanförnu.

Caoz segir upp átta starfsmönnum

"Það finnst engum skemmtilegt að afhenda né fá uppsagnarbréf og auðvitað hefðum við viljað halda öllu þessu góða fólki. En því miður náðum við ekki að tryggja fjármögnun að næstu verkefnum og Þór-myndin er að klárast í sumarlok þannig að við urðum að grípa til þessa örþrifaráðs,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri kvikmyndafyrirtækisins Caoz.

Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir

Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank.

Gæti þýtt 29 milljarða kröfu

Úrskurður ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að aðstoðarkerfi fasteignaveðlána Íbúðalánasjóðs feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð, gæti þýtt kröfu á þrotabú fjögurra sparisjóða upp á 29 milljarða króna.

Sigurður Atli í stað Gunnars

„Það var ljóst um leið og nýir eigendur og ný stjórn tóku við að unnið yrði að því að styrkja bankann. Við teljum að kaupin skapi ný sóknarfæri og styrki stöðu hans,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður MP Banka.

Flotinn í makríl við Suðurland

Flest íslensku uppsjávarveiðiskipin eru nú að makrílveiðum við suðausturströndina en þar hefur verið ágætis kropp að undanförnu. Rólegt var yfir veiðunum í gær, að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Ingunni AK, en hann vonast til þess að aflinn glæðist með hækkandi sjávarhita. Greint er frá á heimasíðu HB Granda.

Gengislánadómur féll bönkum í hag

Héraðsdómur Suðurlands kvað á föstudag upp dóm í máli Íslandsbanka gegn hjónum sem tóku gengistryggt lán hjá bankanum snemma árs 2008. Dómurinn er sá fyrsti sem fellur síðan Alþingi samþykkti lög um uppgjör gengislána og var því um prófmál að ræða.

MP banki kaupir ALFA

MP banki hefur fest kaup á ALFA verðbréfum, samstarfsaðila Credit Suisse á Íslandi, og verður félagið starfrækt sem dótturfélag MP banka. Jafnframt hefur verið gengið frá því að Sigurður Atli Jónsson, forstjóri ALFA verðbréfa, taki við sem forstjóri MP banka af Gunnari Karli Guðmundssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál og kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Einn nefndarmaður vildi hækka stýrivexti

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans vildi hækka stýrivexti um 0,25 prósent við síðustu vaxtaákvörðun þann 15. júní, en ákveðið var að halda þeim óbreyttum.

Nýtt hótel opnar á Akureyri

Í dag opna Icelandair hótel formlega nýtt hótel á Akureyri: Icelandair hótel Akureyri. Félagið hefur gert leigusamning til næstu 20 ára um rekstur heilsárshótels í húsinu að Þingvallastræti 23, en þetta sögufræga hús, sem áður hýsti m.a. Iðnskóla Akureyrar, hefur nú í vetur verið stækkað og sniðið að þörfum hótelreksturs.

Forstjóri Húsamiðjunnar segir ómaklega vegið að fyrirtækinu

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir ómaklega vegið að fyrirtækinu í fréttatilkynningu frá BYKO frá því í gær. Þar var greint frá uppsögnum og lokun einnar stærstu verslunar BYKO samstæðunnar. Í tilkynningunni segir að aðstæður í íslensku efnahagsumhverfi hafi í langan tíma verið slæmar með tilheyrandi samdrætti í verslun með byggingarvörur. „Þá hafa samkeppnisaðstæður á þeim markaði gjörbreyst með eignarhaldi og afskriftum banka á skuldum og síðar yfirtöku lífeyrissjóða á einu þeirra fyrirtækja sem starfrækt er á þessu sviði."

Hefur ekki áhyggjur af gengi krónunnar í útboðum

Fleiri vildu losa sig við krónur en eignast þær í fyrsta gjaldeyrisútboði Seðlabankans, en seinni legg útboðsins lauk í gær. Aðstoðarseðlabankastjóri segir lágt gengi krónunnar í útboðinu ekki áhyggjuefni.

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 244 punktum. Fyrstu tvo daga vikunnar var það hinsvegar 304 punktar samkvæmt mælingu á vefsíðunni keldan.is.

Ný fjármálamiðstöð Íslandsbanka opnar í dag

Í dag opnar Íslandsbanki nýtt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Í nýja útibúinu sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí næstkomandi. Verður því um að ræða miðstöð fjármálaþjónustu Íslandsbanka þar sem verður saman kominn hópur reynslumikilla starfsmanna.

Jarðvarmaklasanum sett tíu aðalmarkmið

Stofnað hefur verið til formlegs samstarfs meðal fyrirtækja innan íslenska jarðvarmaklasans um framþróun og vöxt hans á næstu árum. Frá þessu var gengið formlega á fundi í Arion banka í gær en þar var einnig kynnt skýrslan Virðisauki í jarðvarma sem fjallar um klasann og þá möguleika sem í honum felast.

Sjá næstu 50 fréttir