Viðskipti innlent

Sigurður Atli í stað Gunnars

Þorsteinn Pálsson situr hér við hlið Gunnars Karls þegar nýir fjárfestar tóku við MP Banka í apríl.
Þorsteinn Pálsson situr hér við hlið Gunnars Karls þegar nýir fjárfestar tóku við MP Banka í apríl. Mynd/Anton Brink
„Það var ljóst um leið og nýir eigendur og ný stjórn tóku við að unnið yrði að því að styrkja bankann. Við teljum að kaupin skapi ný sóknarfæri og styrki stöðu hans,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður MP Banka.

Tilkynnt var í gær að bankinn hafi keypt fyrirtækið ALFA verðbréf, samstarfsaðila svissneska risabankans Credit Suisse hér á landi. Þá mun Sigurður Atli Jónsson, forstjóri ALFA, taka við forstjórastarfi MP Banka af Gunnari Karli Guðmundssyni á morgun. Bæði kaupin og forstjóraskiptin áttu sér skamman aðdraganda.

Kaupin voru tilkynnt starfsfólki MP Banka í gær og mun Gunnar Karl kynna Sigurð Atla sem eftirmann sinn í dag. Sigurður, sem er með mikla reynslu innan fjármálageirans, er sonur Jóns Adolfs Guðjónssonar, fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×