Viðskipti innlent

Seðlabankinn sendir greinargerð vegna verðbólgunnar

Seðlabankinn hefur sent ríkisstjórninni greinargerð þar sem verðbólgan í landinu er komin yfir 4% og þar með 1,5% framúr verðbólgumarkmiði bankans.

Í greinargerðinni segir meðal annars að verðbólgan muni að líkindum aukast enn frekar á komandi mánuðum. Haldist gengi krónunnar hinsvegar stöðugt ætti verðbólgan að minnka niður í 2,5% á næsta ári, sem er markmið bankans.

Þá kemur fram að sökum verðbólguþróunarinnar hefur Peningastefnunefnd bankans lýst þeirri skoðun sinni að líkur á hækkun vaxta, hafi aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×