Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fjölgaði um tæp 80% milli ára í maí

Í maí síðastliðnum voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 96 fyrirtæki í maí í fyrra, sem jafngildir um 79% fjölgun á milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Fyrstu 5 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 699 sem er um 53% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 456 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Í maí 2011 voru skráð 108 ný einkahlutafélög (ehf.) samanborið við 161 einkahlutafélög í maí 2010, sem jafngildir um 33% fækkun á milli ára.

Eftir atvinnugreinum voru flest einkahlutafélög skráð í fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 696 fyrstu 5 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um 7% frá sama tímabili árið 2010 þegar 749 ný einkahlutafélög voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×