Hefur ekki áhyggjur af gengi krónunnar í útboðum 29. júní 2011 12:18 Fleiri vildu losa sig við krónur en eignast þær í fyrsta gjaldeyrisútboði Seðlabankans, en seinni legg útboðsins lauk í gær. Aðstoðarseðlabankastjóri segir lágt gengi krónunnar í útboðinu ekki áhyggjuefni. Í byrjun júní bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa aflandskrónur með greiðslu í evrum. Í gær fór svo fram útboð þar sem bankinn keypti evrur með greiðslu í krónum, nánar tiltekið íslenskum ríkisskuldabréfum í bundnu eignarhaldi. Þannig hefur bankinn leitt saman eigendur króna sem vilja út úr landinu og eigendur gjaldeyris sem vilja inn í landið í tveimur skrefum, en þetta er liður í losun gjaldeyrishafta. Í fyrri legg útboðsins var framboð króna margfalt á eftirspurnina í útboðinu í gær, en seðlabankinn tók tilboðum fyrir rúmlega 60 milljónir evra en barst tilboð fyrir rúmlega 70 milljónir. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að þátttakan hafi verið mest hjá lífeyrissjóðum. Gengið sem viðskiptin fóru fram á var 210 krónur fyrir evruna, en það var hámarksverð sem seðlabankinn var tilbúinn að greiða fyrir evruna - með öðrum orðum var það lægsta gengið á krónunni sem seðlabankinn var tilbúinn að sætta sig við. Arnór segir þó að það sé ekki áhyggjuefni. „Nei, það er í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. Það var búist við því að þetta yrði nokkuð samþjappað við þetta mark. Það hefði auðvitað getað farið öðruvísi, en þetta var alltaf talið líkleg útkoma," segir Arnór. Spurður hvort það sé ófagur vitnisburður um trúnna á krónuna að eftirspurnin hafi ekki verið meiri, eða við sterkara gengi, segir Arnór: „Ég get ekki tekið undir það að þáttakan hafi verið lítil. Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að bæði kaupendur og seljendur líta á þetta sem ferli sem mun að líkindum halda áfram. Þessir aðilar munu áfram taka þátt í næstu útboðum." Þannig segir Arnór að menn veðji ekki öllu sínu á fyrsta útboðið, heldur stilli eftirspurnina af miðað við það sem er í boði og taki áfram þátt í næstu skrefum. Nú verði sest yfir niðurstöður fyrstu útboðanna. Hann segir að gera megi ráð fyrir að tilkynnt verði um annað útboð fljótlega, en hann telur að fyrstu útboðin lofi góðu um framhaldið og þátttaka verði góð. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Fleiri vildu losa sig við krónur en eignast þær í fyrsta gjaldeyrisútboði Seðlabankans, en seinni legg útboðsins lauk í gær. Aðstoðarseðlabankastjóri segir lágt gengi krónunnar í útboðinu ekki áhyggjuefni. Í byrjun júní bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa aflandskrónur með greiðslu í evrum. Í gær fór svo fram útboð þar sem bankinn keypti evrur með greiðslu í krónum, nánar tiltekið íslenskum ríkisskuldabréfum í bundnu eignarhaldi. Þannig hefur bankinn leitt saman eigendur króna sem vilja út úr landinu og eigendur gjaldeyris sem vilja inn í landið í tveimur skrefum, en þetta er liður í losun gjaldeyrishafta. Í fyrri legg útboðsins var framboð króna margfalt á eftirspurnina í útboðinu í gær, en seðlabankinn tók tilboðum fyrir rúmlega 60 milljónir evra en barst tilboð fyrir rúmlega 70 milljónir. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að þátttakan hafi verið mest hjá lífeyrissjóðum. Gengið sem viðskiptin fóru fram á var 210 krónur fyrir evruna, en það var hámarksverð sem seðlabankinn var tilbúinn að greiða fyrir evruna - með öðrum orðum var það lægsta gengið á krónunni sem seðlabankinn var tilbúinn að sætta sig við. Arnór segir þó að það sé ekki áhyggjuefni. „Nei, það er í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. Það var búist við því að þetta yrði nokkuð samþjappað við þetta mark. Það hefði auðvitað getað farið öðruvísi, en þetta var alltaf talið líkleg útkoma," segir Arnór. Spurður hvort það sé ófagur vitnisburður um trúnna á krónuna að eftirspurnin hafi ekki verið meiri, eða við sterkara gengi, segir Arnór: „Ég get ekki tekið undir það að þáttakan hafi verið lítil. Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að bæði kaupendur og seljendur líta á þetta sem ferli sem mun að líkindum halda áfram. Þessir aðilar munu áfram taka þátt í næstu útboðum." Þannig segir Arnór að menn veðji ekki öllu sínu á fyrsta útboðið, heldur stilli eftirspurnina af miðað við það sem er í boði og taki áfram þátt í næstu skrefum. Nú verði sest yfir niðurstöður fyrstu útboðanna. Hann segir að gera megi ráð fyrir að tilkynnt verði um annað útboð fljótlega, en hann telur að fyrstu útboðin lofi góðu um framhaldið og þátttaka verði góð.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun