Viðskipti innlent

Tæplega 800 milljóna halli hjá Reykjavíkurborg

A hluti Reykjavíkurborgar var rekinn með 789 milljóna kr. halla á fyrsta ársfjórðung ársins að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í tilkynningunni segir að óendurskoðaður árshlutareikningur A hluta Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar – mars 2011 var lagður fram í borgarráði 30. júní 2011. Til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, og Eignasjóð.

Í fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar – mars 2011 fyrir A hluta var gert ráð fyrir því að niðurstaða fyrir fjármagnsliði yrði neikvæð um 637 milljónir króna og rekstrarniðurstaða tímabilsins neikvæð um 685 milljónir króna.

Samkvæmt árshlutareikningnum er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 672 milljónir króna og rekstrarniðurstaða neikvæð um 789 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×