Fleiri fréttir Bjarki Diego vann skattamál í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarka Diego gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð skattayfirvalda sem kröfðust þess að samningar sem Bjarki gerði meðan hann var starfsmaður Kaupþings yrðu skattlagðir sem launatekjur en ekki sem fjármagnstekjur. Líta bæri á undirliggjandi ráðstafanir sem sölurétturinn tryggði sem kaupréttartekjur. 31.3.2011 16:45 Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðverslunum og fjórum þjónustuverslunum víðsvegar á landinu á mánudaginn. Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni. Hæsta verðið var oftast að finna í Nóatúni Austurveri í um þriðjungi tilvika. Í þriðjungi tilvika var munurinn á hæsta og lægsta verði 25-50%. 31.3.2011 15:55 Tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað Ítalska tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað í Hong Kong í júlí næstkomandi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 31.3.2011 15:24 Jeratún ehf. tapaði 4,9 milljónum í fyrra Tap Jeratúns ehf. í fyrra var 4,9 milljónir kr. og í lok ársins var eigið fé neikvætt um sem nam 41,4 milljónir kr. samkvæmt ársreikningi. Ástæða fyrir þessu tapi má rekja til mikils fjármagnskostnaðar og of lágrar húsaleigu. Stjórnin mun leggja það til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um 21 milljón kr. 31.3.2011 15:08 Mikil verðhækkun á olíu í dag Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins. 31.3.2011 14:40 Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. 31.3.2011 13:33 Telur líkur á hóflegri vaxtalækkun fyrir páskana Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. 31.3.2011 12:12 Orkuveitan gat fengið milljarðalán hjá Landsbankanum Orkuveitan átti aðgang að átta milljarða lánalínu hjá Landsbanka Íslands á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins sagði fyrirtækið gjaldþrota. Lán frá Landsbankanum hefði verið á verri kjörum en milljarðalán borgarinnar til fyrirtækisins, segir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. 31.3.2011 12:01 ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. 31.3.2011 11:25 Fokið í skattaskjól á Seychelleseyjum Norrænu ríkin, þ.e. Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands undirrituðu í vkunni samkomulag við yfirvöld á Seychelleseyjum um skipti á skattaupplýsingum. Samkomulagið er enn einn áfanginn í viðamiklu starfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að sporna gegn skattaflótta til annarra landa. 31.3.2011 10:58 Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins. Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins. 31.3.2011 10:48 Sjávarleður hf. eykur framleiðsluna um 85% Sjávarleður hf. á Sauðárkróki hefur aukið framleiðslu sína um 85 prósent það sem af er ári, ef miðað er við sama tíma í fyrra. 31.3.2011 10:10 Einar Hannesson verður útibússtjóri í Reykjanesbæ Einar Hannesson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spkef hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Umsækjendur um stöðuna voru 15, þar af 5 starfsmenn Landsbankans og 10 utan bankans. Þrjár konur sóttu um starfið en 12 karlar, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. 31.3.2011 10:10 Jóni Ásgeiri og félögum stefnt fljótlega Allar líkur eru á því að mál Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans verði höfðað á Íslandi. Málið sem var upphaflega höfðað í New York en vísað frá dómi þar verði brotið niður í fleiri smærri mál. „Það eru allar líkur á að þetta verði gert á Íslandi og að þetta verði fleiri en eitt mál," segir Steinunn H. Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, í samtali við Vísi. 31.3.2011 09:50 Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. 31.3.2011 09:04 Laun hækkuðu um 4,7% Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 4,7% milli áranna 2009 og 2010 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa, sem Hagstofan greinir frá. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 6,0% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 1,9%. 31.3.2011 09:02 Gjaldþrotum fjölgaði um 55% milli ára í febrúar Í febrúar 2011 voru 130 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 84 fyrirtæki í febrúar 2010, sem jafngildir tæplega 55% fjölgun milli ára. 31.3.2011 09:00 Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. 31.3.2011 08:39 Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. 31.3.2011 08:22 Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. 31.3.2011 08:08 Arion banki býður BM Vallá til sölu Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé í BM Vallá, en fyrirtækið er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka. Upphaf söluferlis á B.M. Vallá ehf. verður tilkynnt formlega í dag. 31.3.2011 07:41 Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. 31.3.2011 07:00 Bensínverð lækki um 28 krónur Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. 31.3.2011 04:30 Vilja skýrari skilmála smálána Strangar reglur verða um starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi ef frumvarp verður að veruleika sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn á þriðjudag. 31.3.2011 04:15 Vísar gjaldþroti OR á nýjan meirihluta Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir stöðu Orkuveitunnar hafa verið komna í ásættanlegt horf þegar hann lét af störfum í júní á síðasta ári. Hann spyr hvað breyttist. 30.3.2011 18:23 Hafa keypt Ölvisholt Brugghús Gengið hefur verið frá kaupum á rekstri og eignum Ölvisholt Brugghúss af þrotabúi. Félagið sem kaupir reksturinn heitir Eignarhaldsfélagið Flóinn ehf. Að því standa Karl K. Karlsson, Eignarhaldsfélag Suðurlands, Jón E. Gunnlaugsson, Bjarni Einarsson og nokkrir minni fjárfestar. 30.3.2011 22:45 Útlit fyrir að sjötíu milljarðar tapist vegna gjaldþrots Samsonar Aðeins sex til tíu prósent fást upp í áttatíu milljarða króna kröfur í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, segir skiptastjóri þrotabúsins. Það jafngildir því að rúmlega sjötíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrotsins. 30.3.2011 18:30 Lífeyrissjóðir tilbúnir í viðræður við OR um virkjanakaup Landsamband lífeyrissjóða er tilbúið í viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup á Hverahlíðarvirkjun. Þetta var rætt á fundi stjórnar landssambandsins í morgun en þar var einnig til umræðu staðan í viðræðum lífeyrissjóðanna við Magma Energy um kaup á 25% hlut í HS Orku. 30.3.2011 13:22 Einn greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra Einn nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans kaus gegn tillögu Seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum síðast þegar ákvörðun um stýrivexti var tekin. Hinir fjórir greiddu tillögunni atkvæði sitt, eftir því sem kemur fram í fundargerð nefndarinnar. 30.3.2011 16:43 Selja hugbúnað til 50 landa í gegnum netið Íslenski tímaskráningarhugbúnaðurinn TEMPO frá TM Software er nú seldur til um 50 landa, en sala á búnaðinum hefur margfaldast yfir netið fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meðal nýrra viðskiptavina má nefna Kodak og Intel í Bandaríkjunum. 30.3.2011 14:48 Framtakssjóður skilaði 700 milljóna hagnaði í fyrra Framtakssjóður Íslands skilaði 700 milljónum króna í hagnað á árinu 2010. Heildareignir sjóðsins í árslok námu um 5,6 milljörðum króna. 30.3.2011 14:39 Glacier skapar verðmæti með íslenskri sérþekkingu Starfsleyfið sem Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum, fékk í vikunni hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði. Glacier mun einkum starfa sem ráðgjafi við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum. 30.3.2011 14:35 Landinn dregur úr stórkaupum og utanlandsferðum Íslenskir neytendur eru síður til þess líklegir að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið síðasta árið. Þetta má sjá úr niðurstöðum úr ársfjórðungslegum mælingum Capacent Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda sem birtar voru í gær samfara Væntingavísitölu Gallup. 30.3.2011 12:22 OR þarf að kaupa gjaldeyri fyrir 10 milljarða í ár Orkuveita Reykjavíkur (OR) verður með mikil umsvif í gjaldeyriskaupum á markaðinum hérlendis á næstu árum. Bara í ár má búast við að OR þurfi að kaupa gjaldeyri fyrir 10 milljarða kr. 30.3.2011 12:17 Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. 30.3.2011 11:19 Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. 30.3.2011 11:05 Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. 30.3.2011 10:50 Nýr útibústjóri Landsbankans byrjaði sem sendill Þorsteinn Þorsteinsson útibússtjóri í Árbæjarútibúi hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í útibúinu í Austurstræti 11. Þorsteinn hóf störf fyrir Landsbankann sem sendill fyrir áratugum síðan. 30.3.2011 09:46 Innovit hagkerfið áætlar að velta 1,1 milljarði í ár Alls starfa 168 einstaklingar innan Innovit-hagkerfisins í 117 stöðugildum. Velta Innovit hagkerfisins var 535 milljónir króna árið 2010. Áætluð velta Innovit hagkerfisins er yfir 1,1 milljarður króna árið 2011. 30.3.2011 09:18 Framleiðsluvísitala hækkaði um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í febrúar 2011 var 207,5 stig og hækkaði um 2,7% frá janúar 2011, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 238,5 stig, sem er hækkun um 2,4% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 255,8 stig, hækkaði um 3,4%. Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 1,0% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 2,9%. 30.3.2011 09:05 Regluleg meðallaun tæp 350 þúsund á mánuði Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 348 þúsund krónur að meðaltali árið 2010. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 175–225 þúsund krónur og var rúmlega fimmtungur launamanna með laun á því bili. 30.3.2011 09:03 Dótturfélag Íslandsbanka fær starfsleyfi í Bandaríkjunum Glacier Securities, dótturfélag Íslandsbanka í Bandaríkjunum hefur fengið starfsleyfi þar í landi. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka á aðalfundi bankans sem haldinn var í gærdag. 30.3.2011 08:39 Spáir því að verðbólgan fari yfir markmið Seðlabankans Greining Arion banka telur að á næstu mánuðum sé líklegt að ársverðbólgan fari a.m.k. tímabundið yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólgan nái hámarki í júní þegar hún verði 3,6%. Það eru hækkanir á hrávörum erlendis, eins og eldsneyti, sem keyri verðbólguna upp. 30.3.2011 08:31 Iceland Express stofnar þjónustufyrirtæki Iceland Express hefur stofnað þjónustufyrirtæki til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið heitir Iceland Express Handling og mun auglýsa eftir starfsfólki á næstu vikum. 30.3.2011 08:19 Skattar hækkuðu verðtryggð lán heimila um 18 milljarða Skattahækkanir stjórnvalda frá febrúar árið 2009 til febrúar í fyrra höfðu þau áhrif að hækka verðtryggð lán heimila um rúma 18 milljarða kr. 30.3.2011 07:49 Sjá næstu 50 fréttir
Bjarki Diego vann skattamál í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarka Diego gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð skattayfirvalda sem kröfðust þess að samningar sem Bjarki gerði meðan hann var starfsmaður Kaupþings yrðu skattlagðir sem launatekjur en ekki sem fjármagnstekjur. Líta bæri á undirliggjandi ráðstafanir sem sölurétturinn tryggði sem kaupréttartekjur. 31.3.2011 16:45
Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðverslunum og fjórum þjónustuverslunum víðsvegar á landinu á mánudaginn. Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni. Hæsta verðið var oftast að finna í Nóatúni Austurveri í um þriðjungi tilvika. Í þriðjungi tilvika var munurinn á hæsta og lægsta verði 25-50%. 31.3.2011 15:55
Tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað Ítalska tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað í Hong Kong í júlí næstkomandi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 31.3.2011 15:24
Jeratún ehf. tapaði 4,9 milljónum í fyrra Tap Jeratúns ehf. í fyrra var 4,9 milljónir kr. og í lok ársins var eigið fé neikvætt um sem nam 41,4 milljónir kr. samkvæmt ársreikningi. Ástæða fyrir þessu tapi má rekja til mikils fjármagnskostnaðar og of lágrar húsaleigu. Stjórnin mun leggja það til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um 21 milljón kr. 31.3.2011 15:08
Mikil verðhækkun á olíu í dag Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins. 31.3.2011 14:40
Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. 31.3.2011 13:33
Telur líkur á hóflegri vaxtalækkun fyrir páskana Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. 31.3.2011 12:12
Orkuveitan gat fengið milljarðalán hjá Landsbankanum Orkuveitan átti aðgang að átta milljarða lánalínu hjá Landsbanka Íslands á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins sagði fyrirtækið gjaldþrota. Lán frá Landsbankanum hefði verið á verri kjörum en milljarðalán borgarinnar til fyrirtækisins, segir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. 31.3.2011 12:01
ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. 31.3.2011 11:25
Fokið í skattaskjól á Seychelleseyjum Norrænu ríkin, þ.e. Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands undirrituðu í vkunni samkomulag við yfirvöld á Seychelleseyjum um skipti á skattaupplýsingum. Samkomulagið er enn einn áfanginn í viðamiklu starfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að sporna gegn skattaflótta til annarra landa. 31.3.2011 10:58
Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins. Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins. 31.3.2011 10:48
Sjávarleður hf. eykur framleiðsluna um 85% Sjávarleður hf. á Sauðárkróki hefur aukið framleiðslu sína um 85 prósent það sem af er ári, ef miðað er við sama tíma í fyrra. 31.3.2011 10:10
Einar Hannesson verður útibússtjóri í Reykjanesbæ Einar Hannesson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spkef hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Umsækjendur um stöðuna voru 15, þar af 5 starfsmenn Landsbankans og 10 utan bankans. Þrjár konur sóttu um starfið en 12 karlar, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. 31.3.2011 10:10
Jóni Ásgeiri og félögum stefnt fljótlega Allar líkur eru á því að mál Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans verði höfðað á Íslandi. Málið sem var upphaflega höfðað í New York en vísað frá dómi þar verði brotið niður í fleiri smærri mál. „Það eru allar líkur á að þetta verði gert á Íslandi og að þetta verði fleiri en eitt mál," segir Steinunn H. Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, í samtali við Vísi. 31.3.2011 09:50
Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. 31.3.2011 09:04
Laun hækkuðu um 4,7% Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 4,7% milli áranna 2009 og 2010 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa, sem Hagstofan greinir frá. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 6,0% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 1,9%. 31.3.2011 09:02
Gjaldþrotum fjölgaði um 55% milli ára í febrúar Í febrúar 2011 voru 130 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 84 fyrirtæki í febrúar 2010, sem jafngildir tæplega 55% fjölgun milli ára. 31.3.2011 09:00
Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. 31.3.2011 08:39
Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. 31.3.2011 08:22
Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. 31.3.2011 08:08
Arion banki býður BM Vallá til sölu Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé í BM Vallá, en fyrirtækið er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka. Upphaf söluferlis á B.M. Vallá ehf. verður tilkynnt formlega í dag. 31.3.2011 07:41
Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. 31.3.2011 07:00
Bensínverð lækki um 28 krónur Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. 31.3.2011 04:30
Vilja skýrari skilmála smálána Strangar reglur verða um starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi ef frumvarp verður að veruleika sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn á þriðjudag. 31.3.2011 04:15
Vísar gjaldþroti OR á nýjan meirihluta Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir stöðu Orkuveitunnar hafa verið komna í ásættanlegt horf þegar hann lét af störfum í júní á síðasta ári. Hann spyr hvað breyttist. 30.3.2011 18:23
Hafa keypt Ölvisholt Brugghús Gengið hefur verið frá kaupum á rekstri og eignum Ölvisholt Brugghúss af þrotabúi. Félagið sem kaupir reksturinn heitir Eignarhaldsfélagið Flóinn ehf. Að því standa Karl K. Karlsson, Eignarhaldsfélag Suðurlands, Jón E. Gunnlaugsson, Bjarni Einarsson og nokkrir minni fjárfestar. 30.3.2011 22:45
Útlit fyrir að sjötíu milljarðar tapist vegna gjaldþrots Samsonar Aðeins sex til tíu prósent fást upp í áttatíu milljarða króna kröfur í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, segir skiptastjóri þrotabúsins. Það jafngildir því að rúmlega sjötíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrotsins. 30.3.2011 18:30
Lífeyrissjóðir tilbúnir í viðræður við OR um virkjanakaup Landsamband lífeyrissjóða er tilbúið í viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup á Hverahlíðarvirkjun. Þetta var rætt á fundi stjórnar landssambandsins í morgun en þar var einnig til umræðu staðan í viðræðum lífeyrissjóðanna við Magma Energy um kaup á 25% hlut í HS Orku. 30.3.2011 13:22
Einn greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra Einn nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans kaus gegn tillögu Seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum síðast þegar ákvörðun um stýrivexti var tekin. Hinir fjórir greiddu tillögunni atkvæði sitt, eftir því sem kemur fram í fundargerð nefndarinnar. 30.3.2011 16:43
Selja hugbúnað til 50 landa í gegnum netið Íslenski tímaskráningarhugbúnaðurinn TEMPO frá TM Software er nú seldur til um 50 landa, en sala á búnaðinum hefur margfaldast yfir netið fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meðal nýrra viðskiptavina má nefna Kodak og Intel í Bandaríkjunum. 30.3.2011 14:48
Framtakssjóður skilaði 700 milljóna hagnaði í fyrra Framtakssjóður Íslands skilaði 700 milljónum króna í hagnað á árinu 2010. Heildareignir sjóðsins í árslok námu um 5,6 milljörðum króna. 30.3.2011 14:39
Glacier skapar verðmæti með íslenskri sérþekkingu Starfsleyfið sem Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum, fékk í vikunni hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði. Glacier mun einkum starfa sem ráðgjafi við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum. 30.3.2011 14:35
Landinn dregur úr stórkaupum og utanlandsferðum Íslenskir neytendur eru síður til þess líklegir að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið síðasta árið. Þetta má sjá úr niðurstöðum úr ársfjórðungslegum mælingum Capacent Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda sem birtar voru í gær samfara Væntingavísitölu Gallup. 30.3.2011 12:22
OR þarf að kaupa gjaldeyri fyrir 10 milljarða í ár Orkuveita Reykjavíkur (OR) verður með mikil umsvif í gjaldeyriskaupum á markaðinum hérlendis á næstu árum. Bara í ár má búast við að OR þurfi að kaupa gjaldeyri fyrir 10 milljarða kr. 30.3.2011 12:17
Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. 30.3.2011 11:19
Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. 30.3.2011 11:05
Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. 30.3.2011 10:50
Nýr útibústjóri Landsbankans byrjaði sem sendill Þorsteinn Þorsteinsson útibússtjóri í Árbæjarútibúi hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í útibúinu í Austurstræti 11. Þorsteinn hóf störf fyrir Landsbankann sem sendill fyrir áratugum síðan. 30.3.2011 09:46
Innovit hagkerfið áætlar að velta 1,1 milljarði í ár Alls starfa 168 einstaklingar innan Innovit-hagkerfisins í 117 stöðugildum. Velta Innovit hagkerfisins var 535 milljónir króna árið 2010. Áætluð velta Innovit hagkerfisins er yfir 1,1 milljarður króna árið 2011. 30.3.2011 09:18
Framleiðsluvísitala hækkaði um 2,7% Vísitala framleiðsluverðs í febrúar 2011 var 207,5 stig og hækkaði um 2,7% frá janúar 2011, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 238,5 stig, sem er hækkun um 2,4% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 255,8 stig, hækkaði um 3,4%. Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 1,0% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 2,9%. 30.3.2011 09:05
Regluleg meðallaun tæp 350 þúsund á mánuði Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 348 þúsund krónur að meðaltali árið 2010. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 175–225 þúsund krónur og var rúmlega fimmtungur launamanna með laun á því bili. 30.3.2011 09:03
Dótturfélag Íslandsbanka fær starfsleyfi í Bandaríkjunum Glacier Securities, dótturfélag Íslandsbanka í Bandaríkjunum hefur fengið starfsleyfi þar í landi. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka á aðalfundi bankans sem haldinn var í gærdag. 30.3.2011 08:39
Spáir því að verðbólgan fari yfir markmið Seðlabankans Greining Arion banka telur að á næstu mánuðum sé líklegt að ársverðbólgan fari a.m.k. tímabundið yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólgan nái hámarki í júní þegar hún verði 3,6%. Það eru hækkanir á hrávörum erlendis, eins og eldsneyti, sem keyri verðbólguna upp. 30.3.2011 08:31
Iceland Express stofnar þjónustufyrirtæki Iceland Express hefur stofnað þjónustufyrirtæki til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið heitir Iceland Express Handling og mun auglýsa eftir starfsfólki á næstu vikum. 30.3.2011 08:19
Skattar hækkuðu verðtryggð lán heimila um 18 milljarða Skattahækkanir stjórnvalda frá febrúar árið 2009 til febrúar í fyrra höfðu þau áhrif að hækka verðtryggð lán heimila um rúma 18 milljarða kr. 30.3.2011 07:49