Viðskipti innlent

Einar Hannesson verður útibússtjóri í Reykjanesbæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Hannesson verður útibússtjóri í Reykjanesbæ.
Einar Hannesson verður útibússtjóri í Reykjanesbæ.
Einar Hannesson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spkef hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Umsækjendur um stöðuna voru 15, þar af 5 starfsmenn Landsbankans og 10 utan bankans. Þrjár konur sóttu um starfið en 12 karlar, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Einar starfaði nú síðast sem sparisjóðsstjóri SpKef, en hefur í kjölfar samrunans átt sæti í stýrihóp um sameiningu Landsbankans og SpKef. Áður starfaði Einar sem forstöðumaður flugafgreiðslusviðs Icelandair Ground Service og staðgengill framkvæmdastjóra. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði auk MBA náms frá Háskóla Íslands.

Í kjölfar samruna Landsbankans og SpKef er útibú Landsbankans í Reykjanesbæ eitt það fjölmennasta hjá Landsbankanum, en undir útibúið heyra afgreiðslur í Vogum, Sandgerði, Njarðvík, Garði og Leifsstöð. Alls starfa um 60 manns í útibúi og afgreiðslum.

Einar mun taka við nýrri stöðu nú þegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×