Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið 31. mars 2011 13:33 Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu. Icesave Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu.
Icesave Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira