Glacier skapar verðmæti með íslenskri sérþekkingu 30. mars 2011 14:35 Starfsleyfið sem Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum, fékk í vikunni hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði. Glacier mun einkum starfa sem ráðgjafi við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að ennfremur mun Glacier vinna með íslenskum fyrirtækjum sem starfa á þessum vettvangi í viðleitni þeirra til að afla sér verkefna á Bandaríkjamarkaði. Að baki er átta mánaða strangt umsóknarferli hjá þarlendum yfirvöldum. Leyfið felur í sér að starfsemi félagsins er undir ströngu eftirliti bandarískra eftirlitsaðila. Sjö starfsmenn starfa hjá Glacier, tveir eru staðsettir hér á landi og fimm í New York. Þeir hafa allir tilskilin leyfi frá bandarískum eftirlitsaðilum til að sinna störfum fyrir félagið. Gert er ráð fyrir að ný skrifstofa félagsins opni í New York í næsta mánuði. Glacier byggir á þeirri sérþekkingu sem Íslandsbanki, og forverar hans, hafa þróað á undanförnum áratugum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Á undanförnum mánuðum hefur Íslandsbanki orðið áþreifanlega var við eftirspurn eftir þessari þekkingu á meðal fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði. Með leyfisveitingunni hafa fyrstu skrefin verið stigin til að svara þessari eftirspurn. „Sú sérþekking sem við búum yfir á sviði jarðvarma og sjávarútvegs er eftirsótt og hefur Íslandsbanki fulla trú á að hana megi nýta til tekjusköpunar í auknum mæli. Íslandbanki ætlar sér hlutverk á bandarískum fyrirtækjamarkaði á sviði jarðvarma og sjávarútvegs, fyrst um sinn með ráðgjöf. Ásókn er í íslenska sérþekkingu á þessum sviðum og í því felast mikil tækifæri,“ segir Árni Magnússon sem hefur umsjón með alþjóðaviðskiptum á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfsleyfið sem Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum, fékk í vikunni hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði. Glacier mun einkum starfa sem ráðgjafi við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að ennfremur mun Glacier vinna með íslenskum fyrirtækjum sem starfa á þessum vettvangi í viðleitni þeirra til að afla sér verkefna á Bandaríkjamarkaði. Að baki er átta mánaða strangt umsóknarferli hjá þarlendum yfirvöldum. Leyfið felur í sér að starfsemi félagsins er undir ströngu eftirliti bandarískra eftirlitsaðila. Sjö starfsmenn starfa hjá Glacier, tveir eru staðsettir hér á landi og fimm í New York. Þeir hafa allir tilskilin leyfi frá bandarískum eftirlitsaðilum til að sinna störfum fyrir félagið. Gert er ráð fyrir að ný skrifstofa félagsins opni í New York í næsta mánuði. Glacier byggir á þeirri sérþekkingu sem Íslandsbanki, og forverar hans, hafa þróað á undanförnum áratugum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Á undanförnum mánuðum hefur Íslandsbanki orðið áþreifanlega var við eftirspurn eftir þessari þekkingu á meðal fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði. Með leyfisveitingunni hafa fyrstu skrefin verið stigin til að svara þessari eftirspurn. „Sú sérþekking sem við búum yfir á sviði jarðvarma og sjávarútvegs er eftirsótt og hefur Íslandsbanki fulla trú á að hana megi nýta til tekjusköpunar í auknum mæli. Íslandbanki ætlar sér hlutverk á bandarískum fyrirtækjamarkaði á sviði jarðvarma og sjávarútvegs, fyrst um sinn með ráðgjöf. Ásókn er í íslenska sérþekkingu á þessum sviðum og í því felast mikil tækifæri,“ segir Árni Magnússon sem hefur umsjón með alþjóðaviðskiptum á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira