Viðskipti innlent

Regluleg meðallaun tæp 350 þúsund á mánuði

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 348 þúsund krónur að meðaltali árið 2010. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 175–225 þúsund krónur og var rúmlega fimmtungur launamanna með laun á því bili.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að þá var helmingur launamanna með 294 þúsund krónur eða lægri laun á mánuði. Regluleg laun karla voru 374 þúsund krónur að meðaltali en regluleg laun kvenna 309 þúsund krónur.

Heildarlaun þeirra launamanna sem teljast fullvinnandi voru að meðaltali 438 þúsund krónur á mánuði. Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 325–375 þúsund krónur og voru 15% fullvinnandi launamanna með heildarlaun á því bili.

Helmingur launamanna var með heildarlaun undir 391 þúsund krónur árið 2010 en það var miðgildi heildarlauna. Regluleg heildarlaun voru að meðaltali 409 þúsund krónur og miðgildi þeirra var 363 þúsund krónur. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 381 þúsund krónur að meðaltali og miðgildið var 321 þúsund krónur. Greiddar stundir voru að meðaltali 43,2 á viku.

Launamenn í efsta fjórðungi launastigans voru að jafnaði með 2,7 sinnum hærri laun en launamenn í lægsta fjórðungi árið 2010. Þetta má sjá ef fjórðungastuðull launa er skoðaður. Fjórðungastuðull er hlutfallið á milli launa í efsta fjórðungi launastigans og í neðsta fjórðungi hans og er því mælikvarði á bilið á milli hæstu og lægstu launa. Fjórðungastuðull heildarlauna var 3,0 árið 2005 og hækkaði fram til ársins 2008 og fór í 3,3. Síðastliðin tvö ár hefur stuðullinn lækkað og var 2,7 árið 2010.

Þær niðurstöður sem hér er greint frá byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands og ná til tæplega 30 þúsund launamanna á almennum vinnumarkaði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.