Viðskipti innlent

Dótturfélag Íslandsbanka fær starfsleyfi í Bandaríkjunum

Glacier Securities, dótturfélag Íslandsbanka í Bandaríkjunum hefur fengið starfsleyfi þar í landi. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka á aðalfundi bankans sem haldinn var í gærdag.

Fjallað er um fundinn á vefsíðu bankans en þar er vitnað í Birnu sem sagði að við stofnun Íslandsbanka hafi verið ákveðið að halda í þá þekkingu sem byggst hafði upp á sviði jarðhita og sjávarútvegs.

Framtíðarstarfsemi dótturfélags Íslandsbanka í Bandaríkjunum, Glacier Securities, hafi verið skipulagt og farið hafi verið í gegnum strangt umsóknarferli hjá þarlendum fjármálayfirvöldum síðustu mánuði.

Í fyrradag hafi félagið fengið tilskilin starfsleyfi frá bandaríska eftirlitsaðilanum FINRA. Gert sé ráð fyrir að ný skrifstofa félagsins opni í New York í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×