Viðskipti innlent

Iceland Express stofnar þjónustufyrirtæki

Iceland Express hefur stofnað þjónustufyrirtæki til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið heitir Iceland Express Handling  og mun auglýsa eftir starfsfólki á næstu vikum.  

Í tilkynningu segir að Iceland Express Handling mun sjá um flugafgreiðslu á flugflota Iceland Express, en áður hefur félagið keypt þessa þjónustu af öðrum.

Forráðamenn Iceland Express hafa lengi haft hug á að sjá um þjónustu við eigin vélar, enda hefur félagið stækkað ört.  Tilgangurinn er að bæta þjónustu við farþega í takt við markaðssókn og bjartari tíma.

Iceland Express flýgur til 23ja áfangastaða í sumar, þar af fjögurra í Ameríku.  Félagið hefur ráðið til sín fjölda nýrra starfsmanna undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×