Landinn dregur úr stórkaupum og utanlandsferðum 30. mars 2011 12:22 Íslenskir neytendur eru síður til þess líklegir að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið síðasta árið. Þetta má sjá úr niðurstöðum úr ársfjórðungslegum mælingum Capacent Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda sem birtar voru í gær samfara Væntingavísitölu Gallup. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig lækkaði vísitalan um fyrirhuguð stórkaup um 4,5 stig frá síðustu mælingu í desember og mælist nú 47,9 stig. Er gildi hennar nú lítið eitt hærra en það var í fyrra en þá mældist vísitalan 46,1 stig. Vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup er meðaltal fyrir vísitölur bifreiðakaupa, húsnæðiskaupa og kaupa á utanlandsferðum. Allar þessar þrjár vísitölur lækka frá mælingunni í desember, en þó mismikið. Í stigum talið var lækkunin mest á vísitölunni fyrir utanlandsferðir, sem mælir hversu líklegt er að einstaklingar komi til með að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Á milli desember og mars fór vísitalan úr 133,4 stigum í 122,7 stig og er gildi hennar þar með svipað og það var í mars í fyrra. Ef marka má þessa vísitölu virðist því hafa dregið þó nokkuð úr ferðagleði landans frá því í haust, en þessi vísitala hefur hæst farið í 136,4 stig frá hruni sem var í september í fyrra. Sem kunnugt er hafa tölur Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga um Leifsstöð verið til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láti undan útþrá sinni og haldi erlendis. Má hér nefna að á fyrstu tveimur mánuðum ársins höfðu um 42.400 Íslendingar haldið erlendis sem er aukning upp á tæp 15% frá sama tímabili í fyrra. „Ef marka má þessa vísitölu Capacent þá gæti eitthvað dregið úr þessari aukningu á næstu mánuðum en engu að síður höllumst við enn að því að landinn verði nokkuð meira á faraldsfæti nú í ár en hann var í fyrra, nema eitthvað verulegt bakslag verður á efnahagsbatann hér á landi eða þá að krónan veikist verulega. Sem kunnugt er þá hefur krónan veikst þó nokkuð á síðustu mánuðum en hefur þó engu að síður verið sterkari það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra,“ segir í Morgunkorninu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenskir neytendur eru síður til þess líklegir að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið síðasta árið. Þetta má sjá úr niðurstöðum úr ársfjórðungslegum mælingum Capacent Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda sem birtar voru í gær samfara Væntingavísitölu Gallup. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig lækkaði vísitalan um fyrirhuguð stórkaup um 4,5 stig frá síðustu mælingu í desember og mælist nú 47,9 stig. Er gildi hennar nú lítið eitt hærra en það var í fyrra en þá mældist vísitalan 46,1 stig. Vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup er meðaltal fyrir vísitölur bifreiðakaupa, húsnæðiskaupa og kaupa á utanlandsferðum. Allar þessar þrjár vísitölur lækka frá mælingunni í desember, en þó mismikið. Í stigum talið var lækkunin mest á vísitölunni fyrir utanlandsferðir, sem mælir hversu líklegt er að einstaklingar komi til með að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Á milli desember og mars fór vísitalan úr 133,4 stigum í 122,7 stig og er gildi hennar þar með svipað og það var í mars í fyrra. Ef marka má þessa vísitölu virðist því hafa dregið þó nokkuð úr ferðagleði landans frá því í haust, en þessi vísitala hefur hæst farið í 136,4 stig frá hruni sem var í september í fyrra. Sem kunnugt er hafa tölur Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga um Leifsstöð verið til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láti undan útþrá sinni og haldi erlendis. Má hér nefna að á fyrstu tveimur mánuðum ársins höfðu um 42.400 Íslendingar haldið erlendis sem er aukning upp á tæp 15% frá sama tímabili í fyrra. „Ef marka má þessa vísitölu Capacent þá gæti eitthvað dregið úr þessari aukningu á næstu mánuðum en engu að síður höllumst við enn að því að landinn verði nokkuð meira á faraldsfæti nú í ár en hann var í fyrra, nema eitthvað verulegt bakslag verður á efnahagsbatann hér á landi eða þá að krónan veikist verulega. Sem kunnugt er þá hefur krónan veikst þó nokkuð á síðustu mánuðum en hefur þó engu að síður verið sterkari það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra,“ segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira