Fleiri fréttir

Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni

Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013.

Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland

Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér.

Pólverjar selja hluta af erfðasilfri sínu

Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni í PKO Bank Polski bankanum en hann er stærsti banki Austur-Evrópu sem er alfarið í eigu innlendra aðila.

Íslendingar enn verulega svartsýnir á ástandið

Þrátt fyrir að léttara sé yfir landanum nú í mars en á sama tíma í fyrra er ljóst að hann á enn verulega langt í land með að teljast vera bjartsýnn á ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar.

Konur í meirihluta í stjórn SVÞ

Á aðalfundi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu nýlega var Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff endurkjörin formaður stjórnar. Þá voru þeir sem kjörnir voru í stjórn að meirihluta konur.

Buffett varar við Facebook bólu

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum.

Fækkun stöðugilda framundan hjá sveitarfélögum

Fækkun stöðugilda, breyting á fræðslumálum, að ráða ekki í stöður sem losna og minnkun yfirvinnu eru meðal hagræðingaraðgerða sem sveitarfélög landsins grípa til vegna fjárhagserfiðleika við fjárhagsáætlanir fyrir 2011.

Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum

Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert.

Verðbólgan í mars mælist 2,3%

Síðastliðna tólf mánuði hafa vísitala neysluverðs og vísitalan án húsnæðis hækkað jafnmikið eða um 2,3%. Verðbólgan í mars mælist sem sagt 2,3% en hún var 1,9% í febrúar.

Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var

Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum.

Ísland með ódýrustu póstþjónustuna á Norðurlöndum

Miðað við nágrannalöndin er Ísland langódýrast í póstþjónustu en miklar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarið til dæmis á Norðurlöndunum. Hvað varðar Evrópusambandið er Ísland fjórða ódýrasta landið í póstþjónustu af 31 löndum.

Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækka að nýju

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.103 milljörðum kr. í lok febrúar og hækkuðu um 8,9 milljarða kr. á milli mánaða. Eignirnar hafa lækkað nær stöðugt allt frá upphafi síðasta árs þegar þær námu rúmum 1.300 milljörðum kr.

Milljarðar undir hjá Sigurði Einarssyni

Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi.

Urðu að standa úr stólum sínum

Einn féll í tvígang í mati Fjármálaeftirlitsins (FME) á hæfi til að sitja í stjórn fjármálafyrirtækja, eignarhaldsfélaga og vátryggingafélaga. Þar á meðal eru stjórnir bankanna. Tólf þurftu að endurtaka matið og ákváðu þrír að endurtaka það ekki.

Fréttaskýring: Öfgar uppsveiflu og kreppu

Eitt einkenni hrunsins er búferlaflutningar Íslendinga og erlends vinnuafls sem hingað dreif að á þensluárunum. Flutningarnir hverfast um tvö lönd; Pólland og Noreg. Miklar breytingar á vinnumarkaði virðast ekki hafa valdið andúð í garð útlendinga hér.

Orkuveitan fær ekki lán

Erlend lánafyrirtæki hafa ekki viljað veita Orkuveitu Reykjavíkur lán og hefur norræni fjárfestingarbankinn sett fyrirtækið í frost. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóra Orkuveitunnar.

Fjölskyldufyrirtæki kaupir Steypustöðina

ST Eignarhaldsfélag ehf., fjölskyldufyrirtæki í eigu Alexanders Ólafssonar og Miðengi ehf. undirrituðu fyrr í dag kaupsamning um allt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf.

Klámfengin forn vasaúr undir hamarinn

Maður nokkur í Sviss hefur sett lífsverk sitt á uppboð en hans helsta ástríða var að safna klámfengnum vasaúrum frá 17. og 18. öld. Úrasafn þetta verður boðið upp á vegum Antiquorum í Genf sem sérhæfir sig í sölu á fágætum og verðmætum úrum.

Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku

Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr.

Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu

Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum.

Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot

Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum.

NIB útilokar lán til OR næstu misserin

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) útilokar að veita Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lán á næstu misserum. Lánshæfi fyrirtækisins sé óviðunandi. Þetta kemur fram í minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit fyrirtækisins að erlendu lánsfé.

Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð

Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi.

Talsverð viðbrögð á skuldabréfamarkaði við haftaáætlun

Talsverð viðbrögð hafa verið á skuldabréfamarkaði nú í morgun við áætluninni um afnám hafta sem birt var eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. Hefur verið töluverður kaupþrýstingur verið nú í morgunsárið á lengri óverðtryggð bréf og veltan verið mikil.

Dönsk ríkisskuldabréf seljast eins og heitar lummur

Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Nationalbanken, danska seðlabankanum, keyptu erlendir fjárfestar dönsk ríkisskuldabréf fyrir 21 milljarð danskra kr. í febrúar s.l. Þar með eiga útlendingar nú um 321 milljarð danskra kr., eða tæplega 6.500 milljarða kr., í dönskum ríkisskuldabréfum.

Innlendar eignir lækka og erlendar hækka í bönkunum

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.780 milljörðum kr. í lok febrúar s.l. og lækkuðu um 3,6 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Innlendar eignir námu 2.481 milljarði kr. og lækkuðu um 14 milljarða kr. og erlendar eignir námu 299,4 milljörðum kr. og hækkuðu um 10,4 milljarða kr. á milli mánaða.

Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða

Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til.

Útlendingar keyptu rúm 70% af öllum gistinóttum í fyrra

Heildarfjöldi seldra gistinátta var tæpar 3 milljónir árið 2010, en það er svipaður fjöldi og árið 2009. Gistinætur erlendra ríkisborgara voru 71,2% af heildarfjölda gistinátta árið 2010 og sem fyrr keyptu Þjóðverjar flestar gistinætur, þá Bretar og svo Frakkar.

Fasteignaveltan í meðallagi í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 67. Þetta er um miðlungsvelta miðað við síðustu 12 vikur en fjöldi samninga á því tímabili hefur verið 66.

AGS metur hvort rétt sé að hækka vaskinn

Fjögurra manna sérfræðinganefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skattamál er stödd hér á landi til að ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila um skattkerfið og mögulegar breytingar á því. Í kjölfarið mun nefndin skila skýrslu um efnið.

Fyrirgera ekki rétti sínum

„Staðreyndin er sú að innan við tuttugu prósent þeirra sem fengið hafa endurútreikning húsnæðislána hafa gengið frá umsókn og sótt ráðgjöf,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Björgólfur Thor segir rannsókn SFO koma á óvart

Björgólfur Thor Björgólfsson segir rannsókn Serious Fraud Office á starfsemi Landsbankans koma á óvart. Engar skýrslur hafa verið teknar af stjórnendum Landsbankans í tengslum við rannsóknina, en stofnunin rannsakar millifærslur af Icesave-reikningunum rétt fyrir hrun.

SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks

Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir.

Solomon er nýtt andlit Iceland

Stacey Solomon er nýtt andlit Iceland matvörukeðjunnar. Solomon er fyrrverandi keppandi í X Factor og komst í úrslit árið 2009. Hún mun á næstunni birtast í fjölda auglýsinga á vegum Iceland.

Sjá næstu 50 fréttir