Viðskipti innlent

Sjávarleður hf. eykur framleiðsluna um 85%

Sjávarleður hf. á Sauðárkróki hefur aukið framleiðslu sína um 85 prósent það sem af er ári, ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Stóraukin eftirspurn eftir íslensku roði erlendis er helsta ástæða þess, segir María K. Magnúsdóttir, markaðs- og sölustjóri fyrirtækisins. "Í kjölfarið höfum við líka fjölgað starfsfólki úr tólf í þrjátíu í húsi," segir María.

Heimsþekkt tískuhús og -hönnuðir eru á meðal mikilvægustu viðskiptavina Sjávarleðurs. Má þar nefna tískurisa á borð við Dior, Louis Vuitton og Hugo Boss, sem hafa nýtt afurðir fyrirtækisins í hátískuvöru.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag. - rve






Fleiri fréttir

Sjá meira


×