Viðskipti innlent

Einn greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Einn nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans kaus gegn tillögu Seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum síðast þegar ákvörðun um stýrivexti var tekin. Hinir fjórir greiddu tillögunni atkvæði sitt, eftir því sem kemur fram í fundargerð nefndarinnar.

„Tveir möguleikar voru ræddir: að halda vöxtum óbreyttum eða að lækka þá um 0,25 prósentur. Með hliðsjón af umræðunni og mismunandi sjónarmiðum sem fram komu lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hafðir óbreyttir: innlánsvextir 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%," segir í fundargerðinni.

Þá segir í fundargerðinni að fjórir nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra þótt einn nefndarmaður hefði kosið 0,.25% lækkun vegna vísbendinga um heldur veikari efnahagsumsvif en spáð var í Peningamálum 2. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×