Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína 30. mars 2011 11:05 Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira