Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína 30. mars 2011 11:05 Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira