Fleiri fréttir

Netsmellur Icelandair aftur til héraðsdóms

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Icelandair. Kemur málið því aftur til efnislegrar meðferðar hjá héraðsdómi.

Samkeppniseftirlitið ógildir ekki samruna svínabúa

Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúunum í eigu Arion banka skapar umtalsverðar samkeppnishömlur. Með vísan til framkominna gagna og upplýsinga er það hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt samkeppnislögum að ógilda samrunann.

Kúlulánafélag olíuforstjóra gjaldþrota

Einarsmelur 18, félag Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Skeljungs og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið var stofnað í maí árið 2008 og hélt utan um rúmlega 800 milljóna króna kúlulán sem Glitnir veitti Einari til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Veðin voru bréfin sjálf. Þau urðu verðlaus með falli bankans í byrjun október sama ár og sitja aðeins skuldir eftir í félaginu.

Forseti Rússlands fær nýtt leikfang

Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir.

Segir Sigmund Davíð snúa Icesave áhættu á hvolf

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins misskilji áhættuna af nýjum Icesave-samningi. Raunar snúi Sigmundur Davíð áhættunni á hvolf.

Ríkiskaup gera rammasamning við RV

Í kjölfar nýlegs útboðs Ríkiskaupa á hreinlætisvörum og hreinlætispappír, hafa Ríkiskaup ákveðið að semja við Rekstrarvörur (RV).

Nokkuð dregur úr umfangi hópuppsagna á landinu

Nokkuð hefur dregið úr fjölda þeirra sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum á síðustu sex mánuðum m.v. sama tímabil fyrir ári. Fjöldinn er 433 manns sem sagt hefur verið upp með þessum hætti s.l. sex mánuði samanborið við 532 á sama tímabili fyrir ári.

Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra

Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr.

SagaPro náttúruvaran komin í landsdreifingu í Kanada

Markviss vöruþróun og öflugt markaðsstarf fyrirtækisins SagaMedica hefur skilað þeim árangri að SagaPro nátttúruvaran er nú komin í landsdreifingu í Kanada og jafnframt hefur náðst mjög athyglisverður árangur í Bandaríkjunum.

Gistinóttum fækkar um rúm 3%

Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 54.000 en 56.000 í sama mánuði árið 2009. Er þetta fækkun um rúm 3%.

Sala á Lenovo tölvubúnaði jókst um 60% í fyrra

Vörusala á tölvum og tæknibúnaði var yfir áætlunum hjá Nýherja á árinu 2010 og jókst sala mikið í flestum vöruflokkum miðað við árið á undan. Eftirspurn eftir Lenovo tölvubúnaði var mikil og jókst sala um 60% í íslenskum krónum miðað við árið á undan, að því er fram kemur í ársuppgjöri Nýherja.

Tvö félög Kalla í Pelsinum eru gjaldþrota

Félögin Eignamiðjan ehf. og Kirkjuhvoll ehf., sem nú heitir Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf., voru tekin til gjaldþrotaskipta í janúar. Félögin voru í eigu Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn, auk Ester Ólafsdóttur, sem átti helmingshlut í Kirkjuhvol samkvæmt ársreikningi félagsins árið 2008.

Segja síðasta ár hafa verið gott

Marel hagnaðist um 13,6 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna á síðasta ári. Fyrirtækið tapaði 11,8 milljónum evra árið 2009. Þar af nam hagnaðurinn 5,5 milljónum evra í fyrra samanborið við 23 milljóna evra tap ári fyrr. Tekjur í fyrra námu um 600 milljónum evra. Þar af námu tekjur af kjarnastarfsemi 582,1 milljón evra og jukust um 34 prósent frá fyrra ári. Í uppgjöri Marels segir að síðasta ár hafi verið mjög gott. - jab

Bifreiðaumboðið Hekla selt

Arion banki hefur selt Friðberti Friðbertssyni og Franz Jeroski Heklu hf. Bifreiðarumboðið var auglýst til sölu þann 16. september síðastliðinn og bárust tólf tilboð bankanum. Fimm tilboðsgjafar héldu áfram í söluferlinu.

Afsökunarbeiðni

Í netútgáfu Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, birtist í morgun frétt um meint tengsl Hrundar Rudolfsdóttur, stjórnarformanns Stefnis, við rekstur Sjóvár áður en félagið var yfirtekið af ríkinu. Fréttin var hálfunnin og

Actavis áfrýjar í Bandaríkjunum

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur ákveðið að áfrýja máli sem fyrirtækið tapaði í Bandaríkjunum í gær. Dómari dæmdi þá tvær starfsstöðvar fyrirtæksins í hæstu sekt sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Starfsstöðvarnar voru dæmdar til að greiða um það bil 20 milljarða króna í sekt fyrir að hækka verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum. Til samanburðar eru það tveir þriðju af niðurskurði í fjárlögum ársins.

Seðlabankinn: Atvinnuleysi nær hámarki í 8,5%

Atvinnuleysishorfur eru svipaðar í uppfærðri spá Seðlabankans og þær voru í nóvember. Reiknar bankinn með að atvinnuleysi komi til með að aukast á fyrri hluta ársins og nái hámarki í 8,5% á fyrsta fjórðungi.

Sekt Actavis nemur tveimur þriðju af niðurskurði í fjárlögum

Tvær starfsstöðvar Actavis hafa fengið hæstu sekt sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Starfsstöðvarnar voru dæmdar til að greiða um það bil 20 milljarða króna í sekt fyrir að hækka verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum. Til samanburðar eru það tveir þriðju af niðurskurði í fjárlögum ársins.

Kraftmikill, mjúkur og rúmgóður bíll

Yfir Heiðina með Óla Kristjáni: Ford Edge SEL Plus af 2007-árgerðinni er sportlegur jepplingur sem sökum framúrstefnulegs útlits vekur áhuga.

Íbúðalánasjóð skortir lagaheimild til færa niður lán

Íbúðalánasjóð skortir heimild í lögum til að afgreiða umsóknir um niðurfærslu fasteignalána. Velferðarráðherra segir að lagabreyting sé á leiðinni inn í þingið. Ljóst er að skuldarar þurfa að bíða töluvert lengur en vonir stóðu til þegar samkomulag um aðlögun fasteignalána var undirritað um miðjan janúar.

Seðlabankastjóri: Óvissa um vaxtaþróun á næstunni

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að óvissa ríki nú um vaxtaþróun hjá bankanum á næstunni. Ekki sé lengur hægt að ganga að því vísu að vextir lækki jafn hratt og mikið og verið hefur á liðnu ári.

Seðlabankinn spáir nú 2,8% hagvexti í ár

Seðlabankinn spáir nú 2,8% hagvexti á landinu í ár sem er nokkru meira en bankinn spáði í nóvember s.l. Þetta kemur fram í Peningamálum bankans sem gefin voru út í morgun í tengslum við vaxtaákvörðunina.

Botninum gæti verið náð í vaxtalækkunnarferlinu

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir að stóru tíðindin í tilkynningu Peningastefnunefndar um vaxtalækkunina í morgun gætu verið að botninum sé náð í vaxtalækkunnarferlinu að sinni.

Segja nauðsynlegt að greina á milli nýja Spkef og þess gamla

Ný stjórn og nýr sparisjóðsstjóri Spkef hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að nauðynlegt sé að aðgreina á milli aðila þegar fjallað er um lánveitingaákvarðanir Sparisjóðs Keflavíkur. „Þann 22. apríl 2010 var nýr sparisjóður reistur við undir merkjum Spkef sparisjóðs. Rannsókn stendur nú yfir af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) á gamla Sparisjóði Keflavíkur og sinnir PWC þeirri rannsókn fyrir hönd FME. Stjórn og sparisjóðsstjóri nýja Spkef telja nauðsynlegt að bíða endanlegra niðurstaðna rannsóknar FME til að fá heildarmynd af starfsemi gamla Sparisjóðs Keflavíkur áður en hægt er að fella einhverja dóma byggða á umfjöllun fjölmiðla.“

Actavis dæmt til að greiða 20 milljarða í sekt

Tvær starfsstöðvar Actavis í Bandaríkjunum voru í dag dæmdar til að greiða 170 milljón dala, eða 20 milljarða króna, sekt. Ástæðan er sú að sannað þótti að fyrirtækið hafi hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum. Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni er um að ræða starfsstöðvarnar Actavis Mid-Atlantic LLC and Actavis Elizabeth LLC.

Þór gerir innreið í Hagkaup

Hagkaup og framleiðslufyrirtækið CAOZ hafa gert með sér samning um framleiðslu og sölu á fatnaði og ýmsum öðrum vörum er tengjast vörumerkinu Hetjur Valhallar-Þór. Samningur þess eðlis var undirritaður í verslun Hagkaups í Smáralindinni í síðustu viku.

Opnir fundir með stjórnendum Landsbankans um land allt

Stjórnendur Landsbankans munu á næstu dögum efna til opinna funda um allt land til að kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, „þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi bankans og aðgerðaáætlun næstu mánaða,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Söluferli Icelandic Group til Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun frá bandarískum fjárfestum vegna söluferlis Icelandic Group. Kvörtunin barst seint í gærkvöldið samvkæmt fréttamiðli Viðskiptablaðsins, vb.is.

Samtök atvinnulífsins vilja fara „Atvinnuleiðina“

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur eindregið til samstöðu milli aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórnarinnar og Alþingis um að marka svokallaða „Atvinnuleið“ út úr því „kreppuástandi sem nú ríkir í atvinnulífinu og samfélaginu öllu og birtist í slæmri stöðu fjölda fyrirtækja og atvinnuleysi 14000 manns.“

Meðallækkun höfuðstóls 41% eftir endurútreikning

Landsbankinn er nú að ljúka endurútreikningi á erlendum íbúðalánum. Þetta á við þau lán sem falla undir lög um vexti og verðtryggingu frá því í desember á síðasta ári. Tæplega 2.800 lán koma til endurútreiknings hjá Landsbankanum. Lækkun höfuðstóls erlendra lána verður aldrei minni en 25% en meðallækkun höfuðstóls er 41%. Dæmi eru um, þegar greitt hefur verið af lánum samkvæmt upphaflegum skilmálum, að lækkun höfuðstóls geti orðið talsvert meiri eða allt að 70%.

Fulltrúar AGS vinna að fimmtu endurskoðun

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru staddir hér á landi til þess að vinna að fimmtu endurskoðun á samstarfssamningi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Franek Rozwadovski talsmanni sjóðsins hér á landi. Hópurinn kom til landsins í gær og áætlað er að þeir haldi af landi brott þann 7. febrúar næstkomandi.

Verðbólguvæntingar undir markmiði Seðlabankans

Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess að verðbólgan næstu 12 mánuði verði undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem Seðlabankinn hefur nú birt.

Bandaríkjamenn fylgjast með söluferli Icelandic Group

Bandarísk stjórnvöld fylgjast með söluferli Icelandic Group og vilja vita hvers vegna bandarískum fjárfestingasjóðum er ekki gefið tækifæri til að bjóða í félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskliptablaðisins sem aftur vitnar í fréttamiðillinn IntraFish.

Sjá næstu 50 fréttir