Viðskipti innlent

Vilja koma útblásturlausum vetnisbílum á norrænan markað

Íslendingar eru framarlega þegar kemur að notkun vetnis sem eldsneytis
Íslendingar eru framarlega þegar kemur að notkun vetnis sem eldsneytis
Hyundai - Kia Motors og helstu hagsmunaaðilar vetnis í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Íslandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu við að koma útblásturslausum vetnisrafbílum á markað.

Með þessari viljayfirlýsingu vonast Hyundai - Kia til að vekja athygli á hve framarlega fyrirtækið stendur á heimsvísu við framleiðslu vetnisrafbíla.

Yfirlýsingin er einnig mikilvægt skref fyrir Norðurlöndin við að tryggja sér farartæki, en þau hafa lengi hafa stefnt að því að verða með fyrstu heimshlutum til að nota hreina tækni í samgöngum.

Náinn samstarfsaðili Íslenskrar NýOrku, frá ,,Norræna vetnisveginum" (Scandinavian Hydrogen Hyway Patnership (SSHP)) undirritaði samninginn fyrir hönd Norðurlandanna sem og fulltrúar Hyundai - Kia Motors. Sendiráð Svíþjóðar og mennta- og efnahagsráðuneyti Kóreu vitnuðu undirskrift yfirlýsingarinnar við athöfn í Seoul í Kóreu 31. janúar 2011 og gæti þetta verið upphafið að nánara tæknisamstarfi.

Greint er frá þessu á vefnum Icelandic New Energy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×