Viðskipti innlent

Söluferli Icelandic Group til Samkeppniseftirlitsins

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun frá bandarískum fjárfestum vegna söluferlis Icelandic Group. Kvörtunin barst seint í gærkvöldið samvkæmt fréttamiðli Viðskiptablaðsins, vb.is.

Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, við Viðskiptablaðið. Hann segir að kvörtunin hafi borist frá aðilunum sjálfum en ekki bandaríska viðskiptaráðuneytinu eins og vefurinn Intra fish greindi frá í gærkvöldi.

Framtakssjóður Íslands ræðir nú við evrópska fjárfestingasjóðinn Triton um kaup á Icelandic og hefur sagt að ekki verði rætt við aðra á meðan. Viðskiptablaðið greindi frá því í dag að Framtakssjóðurinn og Triton sitji nú fund. Líklegt er að komi í ljós í dag hvort erlendi hluti Icelandic verði seldur Triton.

Málið er nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.




Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn fylgjast með söluferli Icelandic Group

Bandarísk stjórnvöld fylgjast með söluferli Icelandic Group og vilja vita hvers vegna bandarískum fjárfestingasjóðum er ekki gefið tækifæri til að bjóða í félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskliptablaðisins sem aftur vitnar í fréttamiðillinn IntraFish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×