Viðskipti innlent

Opnir fundir með stjórnendum Landsbankans um land allt

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Stjórnendur Landsbankans munu á næstu dögum efna til opinna funda um allt land til að kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, „þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi bankans og aðgerðaáætlun næstu mánaða," segir í tilkynningu frá bankanum.

Níu opnir fundir verða haldnir um land allt en sá fyrsti verður haldinn á Akureyri fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20 í Menningarhúsinu Hofi.

Aðrir fundir verða á Ísafirði, Egilsstöðum, Selfossi, Hafnarfirði, Akranesi, Reykjanesbæ, Reykjavík og á Höfn.

„Steinþór Pálsson bankastjóri mun á fundunum kynna stefnu bankans og áherslur og sitja fyrir svörum ásamt framkvæmdastjórn í opnum umræðum," segir einnig. „Á fundunum verður einnig kynnt greining á efnahagshorfum á árinu.

Tilgangurinn með þessum opnu fundum er að hlusta og skiptast á skoðunum við fólkið í landinu og eigendur bankans. Um leið fá nýir stjórnendur bankans tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur."

Allir eru velkomnir, segir að lokum, en hægt er að skrá sig á fundina á vef bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×