Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri: Óvissa um vaxtaþróun á næstunni

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að óvissa ríki nú um vaxtaþróun hjá bankanum á næstunni. Ekki sé lengur hægt að ganga að því vísu að vextir lækki jafn hratt og mikið og verið hefur á liðnu ári.

Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á kynningu á vaxtaákvörðun bankans í morgun. Vextir voru aðeins lækkaðir um 0,25 prósentur m.a. vegna þess að gengi krónunnar hefur veikst um 4,5% frá síðustu vaxtaákvörðun.

Í máli Más Guðmundsson kemur fram að gengisþróun krónunnar sé einn þeirra þátta sem skapi óvissu um framvindu vaxtamála. Spurningin sé hvort tímabundnir þættir ráði því að krónan hafi veikst eða hvort eitthvað annað búi að baki. Þó sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af lækkun gengis krónunnar nú.

Þá segir seðlabankastjóri að verðbólgan sé nú komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og spurning sé hvort og hvernig þurfi að breyta vöxtum á næstunni til að halda þessari stöðu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×