Viðskipti innlent

Viðræðum Framtakssjóðsins við Triton slitið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands.
Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands.
Stjórn Framtakssjóðs Íslands hafnaði í dag tilboði Triton í verksmiðjurekstur Icelandic Group. Viðræðum sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur er því lokið.

Jafnframt hefur verið ákveðið að selja verksmiðjurekstur Icelandic í Bandaríkjunum og framleiðslustarfsemina í Kína í opnu söluferli. Icelandic mun áfram eiga verksmiðjurnar í Evrópu, sölukerfið um allan heim og skráð vörumerki félagsins, samkvæmt tilkynningu sem Framtakssjóðurinn sendi frá sér í dag.

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir að sjóðurinn muni nú einbeita sér að fjárhagslegri og rekstrarlegri endurskipulagningu félagsins. „Við munum selja verksmiðjureksturinn í Bandaríkjunum og framleiðslustarfsemina í Kína og þær eignir verða kynntar fyrir áhugasömum kaupendum í opnu söluferli á næstunni," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, í tilkynningu vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×