Viðskipti innlent

Afsökunarbeiðni

Í netútgáfu Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, birtist í morgun frétt um meint tengsl Hrundar Rudolfsdóttur, stjórnarformanns Stefnis, við rekstur Sjóvár áður en félagið var yfirtekið af ríkinu. Fréttin var hálfunnin og heimildaöflun vegna hennar ófullnægjandi, enda var hún röng í mikilvægum atriðum. Ákveðið var að birta hana ekki og hún birtist ekki í prentaðri útgáfu Markaðarins í dag. Fyrir tæknileg mistök birtist hún í netútgáfunni, sem nú hefur verið leiðrétt. Fréttablaðið biðst afsökunar á mistökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×