Viðskipti innlent

Segir Sigmund Davíð snúa Icesave áhættu á hvolf

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins misskilji áhættuna af nýjum Icesave-samningi. Raunar snúi Sigmundur Davíð áhættunni á hvolf.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Sigmundar Ernis. Þar segir: „Formaður Framsóknarflokksins misskilur áhættuna af nýjum Icesave-samningi í langri blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að Landsbankinn telji heildsöluinnlán, þ.e. innstæður sveitarfélaga, stofnana ofl., ekki til forgangskrafna. Formaðurinn segir svo: „Ef Landsbankinn tapar yfirstandandi málaferlum vegna þess bætast yfir 170 milljarðar … við kröfurnar …"

Hér er málum snúið á hvolf. Reyndin er þveröfug; Landsbankinn hefur einmitt skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur. Og einnig þetta; ef dómstólar dæma heildsöluinnlánin ekki til forgangskrafna vænkast hagur þrotabúsins um 170 milljarða. Gangi þetta eftir munu eignir gamla Landsbankans endanlega standa undir forgangskröfum og ekkert af þeim falla á ríkissjóð.

Nauðsynlegt er að hafa þetta á hreinu. Enda 340 milljarða viðsnúningur í einu Icesave-máli full til mikill …"







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×