Viðskipti innlent

Segja síðasta ár hafa verið gott

Marel hagnaðist um jafnvirði 2,2 milljarða króna í fyrra eftir taprekstur árið á undan.
Marel hagnaðist um jafnvirði 2,2 milljarða króna í fyrra eftir taprekstur árið á undan.
Marel hagnaðist um 13,6 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna á síðasta ári. Fyrirtækið tapaði 11,8 milljónum evra árið 2009. Þar af nam hagnaðurinn 5,5 milljónum evra í fyrra samanborið við 23 milljóna evra tap ári fyrr. Tekjur í fyrra námu um 600 milljónum evra. Þar af námu tekjur af kjarnastarfsemi 582,1 milljón evra og jukust um 34 prósent frá fyrra ári. Í uppgjöri Marels segir að síðasta ár hafi verið mjög gott. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×