Fleiri fréttir

Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra

Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009.

Enn bið eftir að ljúka endurskipulagningu á fjármálum Icelandair

Það mun frestast um sinn að ljúka við fjárhaglega endurskipulagninu Icelandair Group. Ástæðan er sú að enn er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirltisins sem er nauðsynlegt til að klára sölu á eignum til félags í eigu lánveitenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallar Íslands.

Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói á föstudaginn. Þessi eftirsóttu verðlaun eru nú afhent í tíunda sinn en verðlaunahátíðin er jafnframt uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.

Nýr forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka

Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur hefur tekið við starfi forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka. Ásdís lauk BS prófi frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 2002 og síðan MS prófi í hagfræði frá Viðskipta- og hagfræðideild sama skóla árið 2006. Hún hlaut réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari árið 2010. Ásdís starfaði um skeið hjá fjármálaráðuneytinu en hóf störf hjá Greiningardeild Kaupþings sem efnahagsgreinandi árið 2006. Ásdís er gift Agnari Tómasi Möller verkfræðingi og eiga þau tvö börn. Ásgeir Jónsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns greiningardeildar frá árinu 2006, hefur tekið við lektorsstöðu í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeiri eru þökkuð vel unnin störf fyrir bankann og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Lánshæfi Íslands gæti batnað eftir orð forsetans

Lánshæfiseinkunnir Íslands gætu batnað í framhaldi af orðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands nýlega þar sem forsetinn gaf í skyn að hann myndi að öllum líkindum samþykkja frumvarp um nýjasta Icesave-samninginn.

Ný áætlun: Skuldir Grikkja skornar niður um þriðjung

Ný áætlun til að losa Grikkja undan óbærilegri skuldabyrði sinni er nú á borðinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið saman að þessari áætlun en greint er frá málinu í grísku dagblaði sem og Financial Times.

Nordea opnar farsímabanka í dag

Nordea bankinn í Danmörku mun í dag opna farsímabanka þ.e. dönskum viðskiptavinum hans gefst nú kostur á að stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma.

Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka

Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum.

Útilokar ekki vaxtalækkun upp á 0,25 prósentur

Greining Íslandsbanka útilokar ekki að vaxtalækkun Seðlabankans síðar í vikunni muni aðeins nema 0,25 prósentustigum. Samt sem áður spáir greiningin því að vaxtalækkunin verði upp á 0,5 prósentustig.

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti fyrir helgi að til greina kæmi að lækka lánshæfishorfur Bandaríkjanna. Ástæðan er þung skuldabyrði hins opinbera og að því virðist lítill vilji til að greiða niður skuldir.

Vilhjálmur Egilsson: Samfylkingin er ómálefnaleg - ekki við

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki ómálefnalegt að gera kröfu um sátt um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins í kjaraviðræðum. Hann segir ómálefnalegt hjá Samfylkingunni að láta eins og ekkert atvinnuleysi sé í landinu meðan 14 þúsund eru án atvinnu.

Írska þingið samþykkti fjárlög

Írska þingið samþykkti í gærkvöld frumvarp til fjárlaga en lögin eru skilyrði fyrir því að Írar fái 85 milljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Nálgumst ástandið í Miðbaugs-Gíneu

„Ég undrast mjög þetta tal ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta. Ég skil ekki hvað vakir fyrir þeim,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Íslandsbanki endurreiknar húsnæðislán

Íslandsbanki mun, í samræmi við nýsett lög frá Alþingi, endurreikna húsnæðislán einstaklinga í erlendri mynt með veði í eigin íbúðarhúsnæði og breyta þeim í húsnæðislán í íslenskum krónum.

Hrun var ekki óhjákvæmilegt

Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum.

Flest málin tengjast starfsemi Kaupþings í Lúxemborg

Flest þeirra mála sem tengjast Kaupþingi og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara tengjast starfsemi bankans í Lúxemborg. Gögnin sem embættið fær á allra næstu dögum hafa því verulega þýðingu fyrir rannsókn á málefnum Kaupþings en hún er vel á veg komin.

Gætu varpað ljósi á lánveitingar Kaupþings

Gögn sem sérstakur saksóknari fær afhent frá Lúxemborg gætu varpað ljósi á háar lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem fengu lán til að kaupa skuldatryggingar og hlutabréf Kaupþings banka.

Stjórnendur Kaupþings hugsanlega yfirheyrðir á ný

Hugsanlega þarf að kalla stjórnendur og aðra starfsmenn Kaupþings aftur í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara nú þegar Hæstiréttur Lúxemborgar hefur úrskurðað um að afhenda skuli embætti sérstaks saksóknara gögn sem haldlögð voru í húsleit hjá Banque Havilland í febrúar á síðasta ári. Embættið er meðal annars að rannsaka meinta markaðsmisnotkun Kaupþings banka og önnur brot sem varða auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga.

Reglur um sölu eigna ríkisins

Ríkisstjórnin hyggst skipa starfshóp til að yfirfara hvort jafnræði og gagnsæi við sölu á fyrirtækjum eða hlutum í fyrirtækjum í beinni eða óbeinni eigu ríkisins sé tryggt nægilega í lögum og reglum. Eru þetta viðbrögð við ábendingum umboðsmanns Alþingis, sem frá því eftir hrun hefur lýst áhyggjum af því að stjórnsýslan í þessum efnum sé ekki í samræmi við lög.

Leggur til sameiginlegan flota

Færeyskur vísindamaður, Hans Ellefsen, segir að sameiginlegar tekjur Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna af uppsjávarveiðum væru meiri ef þessi þrjú ríki myndu gera út sameiginlegan uppsjávarflota.

Vill fordómalausa umræðu um framtíð Orkuveitunnar

„Það þarf ákveðinn vilja til að lesa ákveðna meiningu út úr þessu viðtali við mig aðra en þá að ég er fyrst og fremst að velta því upp að það er ekkert auðséð hvaða kostur er bestur til þess að reka orkufyrirtæki," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um viðbrögð minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vegna viðtals í Morgunblaðinu um framtíð Orkuveitunnar.

Símalausn Skýrr í Húsi atvinnulífsins

Samtökin í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 hafa undirritað rammasamning við Skýrr um innleiðingu á símalausn fyrir húsið. Símalausnin byggir á IP-tækni er sameinar síma- og tölvuumhverfi fyrirtækja og stofnana.

Millifærði eftir ávarp Geirs

Millifærslur samtals upp á tæplega fimmtán milljarða króna frá Landsbankanum yfir til Straums annars vegar og MP banka hins vegar daginn sem neyðarlögin voru sett voru gerð eftir lokun stórgreiðslukerfis Seðlabankans og var kerfinu haldið opnu með leyfi bankastjórnar Seðlabankans.

Nýherji hagnaðist um 321 milljón króna

Hagnaður af rekstri Nýherja nam 321 milljónum króna á síðasta ári samvkæmt ársuppgjöri. Þetta er töluverður viðsnúningur frá árinu á undan en þá nam tap af rekstri 686 milljónum króna. EBITDA var 518 milljónir króna á árinu, þar af 190 milljónir króna í fjórða ársfjórðungi.

Skaðabótamáli gegn Arion vísað frá

Hæstiréttur vísaði í dag frá stefnu manns sem krafðist skaðabóta af Arion banka vegna rýrnunar á fjármunum sem voru í fjárvörslu og eignastýringu hjá Kaupþingi og síðar Arion. Maðurinn taldi að rýrnun fjármunanna mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Arion banka og starfsmanna hans.

SP hefur endurútreiknað 20.000 lánasamninga

Endurútreikningi á um 20 þúsund lánasamningum er þegar lokið hjá SP-Fjármögnun. Þar af eru 5 þúsund samningar sem hafa verið yfirteknir á samningstímanum en lög, sem tóku gildi 22. desember sl., kveða á um með hvaða hætti yfirtekin lán skulu meðhöndluð.

Greining Arion spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun

Greining Arion banka spáir því að hinir virku vextir í dag; þ.e. veðlánavextir (repo) og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum lækki um 50 punkta við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans í byrjun febrúar.

IFS greining spáir 0,75 prósentustiga vaxtalækkun

IFS greining segir að öll rök séu fyrir 75 punkta lækkun stýrivaxta (veðlánavaxta) í febrúar sem stæðu þá í 3,75%. Stýrivaxtafundur Seðlabanka Íslands verður haldinn næsta miðvikudag, 2. febrúar.

Office kemur út á íslensku í dag

Íslensk þýðing á Office 2010 skrifstofuhugbúnaðinum kemur út í dag og geta þeir sem þegar eiga Office 2010 nálgast hana sér að kostnaðarlausu á vefnum microsoft.is. Office 2010 kom út á alþjóðavettvangi á fyrri hluta síðasta árs. Í tilkynningu frá Microsoft segir að með útgáfu íslenskrar þýðingar Office 2010 nú séu nánast allar helstu hugbúnaðarlausnir Microsoft fáanlegar á íslensku.

Viðskiptajöfur með 600 milljarða í árslaun

Viðskiptajöfurinn og vogunarsjóðsstjórinn John Poulson var með rúmlega 5 milljarða dollara eða um 600 milljarða kr. í árslaun í fyrra. Þetta eru óumdeildanlega hæstu árslaun sem þekkst hafa í fjármálaheiminum til þessa.

Lánshæfiseinkunn Japan lækkar í fyrsta sinn í níu ár

Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poors (S&P) hefur lækkaði lánshæfiseinkunnir japanska ríkisins um eitt þrep fyrir langtímaskuldbindingar, þ.e. úr AA í AA-. Er þetta í fyrsta sinn í níu ár sem fyrirtækið lækkar lánshæfiseinkunnir Japans.

Borgarráð samþykkir 6,3 milljarða lántökur

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 kemur fram að Reykjavíkurborg áætlar lántökur að fjárhæð 6.3 milljarða kr vegna framkvæmda. Stærð skuldabréfaflokksins RVK 09 1 er 9.33 milljarðar kr. að nafnverði.

Sölumet slegið hjá Christie´s í fyrra

Christie´s, stærsta uppboðshús fyrir listmuni í heiminum, sló sölumet sitt í fyrra. Salan nam 3,3 milljörðum punda, eða um 610 milljarða kr. Hefur salan aldrei verið jafnmikil í 245 ára gamalli sögu Christie´s og það þrátt fyrir að fjármálakreppunni í heiminum er ekki lokið.

Sjá næstu 50 fréttir