Viðskipti innlent

Þór gerir innreið í Hagkaup

Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaups og Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri CAOZ undirrituðu samning þessa efnis í Smáralindinni. 
Myndina tók Ben Chompers
Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaups og Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri CAOZ undirrituðu samning þessa efnis í Smáralindinni. Myndina tók Ben Chompers
Hagkaup og framleiðslufyrirtækið CAOZ hafa gert með sér samning um framleiðslu og sölu á fatnaði og ýmsum öðrum vörum er tengjast vörumerkinu Hetjur Valhallar-Þór. Samningur þess eðlis var undirritaður í verslun Hagkaups í Smáralindinni í síðustu viku.

Kvikmyndin Hetjur Valhallar - Þór verður frumsýnd næsta haust í kvikmyndahúsum hér á landi en myndin er fyrsta íslenska þrívíddarteiknimyndin að því er fram kemur í tilkynningu. „CAOZ hefur verið í fullri framleiðslu í hátt í tvö ár og styttist óðum í að afrakstur erfiðisins líti dagsins ljós. Landvinningar myndarinnar eru þónokkrir því sýningarréttur Hetja Valhalla hefur nú þegar verið seldur til rúmlega 40 landa,“ segir einnig.

Samningurinn sem undirritaður var í síðustu viku lítur að framleiðslu og sölu á vörum tengdum myndinni og mun Hagkaup framleiða ýmsan varning sem mun bera vörumerkið Hetjur Valhallar-Þór.  Frá og með næsta hausti munu slíkar vörur vera til sölu í verslum Hagkaups.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×