Viðskipti innlent

Seðlabankinn: Atvinnuleysi nær hámarki í 8,5%

Atvinnuleysishorfur eru svipaðar í uppfærðri spá Seðlabankans og þær voru í nóvember. Reiknar bankinn með að atvinnuleysi komi til með að aukast á fyrri hluta ársins og nái hámarki í 8,5% á fyrsta fjórðungi.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka sem aftur vitnar í Peningamál Seðlabankans sem birt voru í morgun í tengslum við vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar.

Í Morgunkorninu segir að í kjölfarið tekur atvinnuleysið smá saman að minnka á ný með auknum efnahagsumsvifum. Á þessu ári reiknar bankinn með að atvinnuleysi verði 7,3% og minnki svo niður í 5,6% árið 2012 og 4,0% árið 2013.

„Samkvæmt þessum tölum er ljóst að bankinn gerir ráð fyrir, líkt og aðrir spáaðilar, að töluverðan tíma taki fyrir vinnumarkaðinn að ná sér á strik eftir bankahrunið og er nokkuð langt í land að atvinnuleysi verði svipað og það var að jafnaði áratugina fyrir hrun," segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×