Fleiri fréttir

Afar góð sala á nautakjöti í sumar

Sala á nautakjöti í liðnum mánuði var afar góð og varð veruleg aukning á sölunni frá fyrra ári, þ.e. miðað við júní í fyrra, eða um 7,8%.

Ryanair hækkar fargjöld vegna eldgossins

Breska flugfélagið Ryanair ætlar að hækka flugfargjöld í sumar. Ástæðan er rakin til þess að félagið hafi orðið fyrir svo miklu tapi þegar að truflun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Breska blaðið Daily Star segir að fargjöld muni hækka um 10-15% á næstu þremur mánuðum svo félagið geti haldið tekjuáætlunum sínum.

Bankarnir fá ókeypis ríkisábyrgð

Bankarnir greiða ekkert fyrir ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum. Yrði slíkt gjald innheimt gæti það skilað milljörðum króna á ári í ríkiskassann.

Telur að ESA mótmæli ekki eignarhaldi Húsasmiðjunnar

Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Vestia, væntir þess að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni ekki gera athugasemd við eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni. Hann fagnar því að fá álit ESA á því flókna verkefni sem fjárhagsleg endurskipulagning íslenskra fyrirtækja er í því erfiða árferði sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í tölvupósti til Vísir.is.

Telur ólíklegt að Fitch lækki lánshæfiseinkunn Íslands

Greining Íslandabanka telur ólíklegt að matsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn Íslands þrátt fyrir ummæli Paul Rawkins, aðstoðarframkvæmdastjóra Fitch í London, í vikunni um neikvæð áhrif gengisdóms Hæstaréttar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins.

„Búið að taka mig af lífi“

„Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við.

Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi

Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum.

Tekjuhalli ríkissjóðs um 9,3% af landsframleiðslu

Rekstrarreikningur ríkissjóðs fyrir síðasta ár sýnir 139 milljarða króna tekjuhalla eða 32% af tekjum ársins og 9,3% af landsframleiðslu, samvkæmt ríkisreikningi sem var gerður opinber í dag.

Stefán Hilmarsson gjaldþrota

Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn.

3,4 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 3,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,6 ma. viðskiptum.

Verðsamanburður á eldsneyti á Keldunni

Samkvæmt vefsíðunni keldan.is er lægsta bensínverð landsins hjá Orkunni, sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 193 krónur. Dýrasta bensínið er hjá Shell, þar kostar lítrinn 194,5 krónur.

Nýsköpun eykur sölu fisks til breskra neytenda

Viðskiptavinir stærstu smásölukeðju Bretlands eru yfir sig ánægðir með nýja fiskrétti frá Icelandic Group. 55% aukning í sölu fiskrétta er á milli ára í verslunum verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi.

Ungverjaland skapar ótta meðal fjárfesta

Þróun mála í Ungverjalandi hefur skapað ótta meðal fjárfesta sem eru byrjaðir að losa sig úr stöðum sínum, bæði á hluta- og skuldabréfamarkaðinum þarlendis sem og frá gjaldmiðli landsins, forintunni.

Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá

Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum.

Himinhátt íbúðaverð

Það er orðið dýrara að kaupa íbúð í Árósum en í Kaupmannahöfn, sjálfri höfuðborg Danmerkur, segir á danska viðskiptavefnum epn.dk.

Justin Timberlake í nýrri mynd um Facebook

Söngvarinn vinsæli, Justin Timberlake, leikur í mynd sem verið er að gera um aðdragandann að því að Facebook samskiptavefurinn varð til. Gert er ráð fyrir að myndin komi út um mánaðamótin september/október næstkomandi.

Fær greidda þóknun fyrir neyslu sína á Íslandi

Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði.

Halli ríkissjóðs 34 milljörðum minni

Hallarekstur ríkissjóðs á síðasta ári var 34 milljörðum krónum lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisreikningur fyrir síðasta ár er tilbúinn og verður birtur á næstu dögum, samkvæmt heimildum Vísis.

Velta eykst: Vísbending um hagvöxt?

Heildarvelta í atvinnulífinu eykst talsvert frá síðasta ári fyrstu fjóra mánuði ársins, og gæti verið vísbending um áframhaldandi hagvöxt. Velta í smásöluverslun eykst minna.

Gera ekki kröfu um að Þorsteinn eigi Vífilfell áfram

Vífilfell missir ekki leyfi til að tappa á og selja kók þótt Arion banki taki rekstur fyrirtækisins yfir, þvert á það sem áður hefur komið fram. Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda Arion banka ellefu milljarða króna.

Gamma hækkaði um 0,3%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 4,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 3,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 0,9 ma. viðskiptum.

Vilja bjóða upp 48 nemendaíbúðir

Tryggingarmiðstöðin fer fram á að 48 íbúðir á nemendagörðum Háskólans á Bifröst verði boðnar upp í næstu viku vegna tæplega fjögurra milljóna króna skuldar. Mannleg mistök, skuldin verður greidd á eftir segir fjármálastjórinn.

Ládeyða áfram á fasteignamarkaði

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að velta á íbúðamarkaði aukist ekki að neinu ráði fyrr en fjárhagsleg endurskipulagning heimilanna verður um garð gengin, atvinnuástandið hefur batnað og óvissa varðandi

Ítalía er orðin Mekka fyrir bankaræningja

Yfir helmingur af öllum bankaránum í ESB löndunum eru framin á Ítalíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ítölsku bankasamtakanna FIBA en fjallað er um skýrsluna á Bloomberg fréttaveitunni.

ÍLS sektaður fyrir brot á verðbréfalögum

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað Íbúðalánasjóð (ÍLS) fyrir brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Málinu lauk með sátt og greiðir ÍLS 400.000 kr. í sekt.

Krónueign erlendra fjárfesta helst stöðug

Krónueign erlendra fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum hefur haldist nokkuð stöðug síðustu mánuði. Eign erlendra aðila (að nafnvirði) er nú svipuð og hún var vorið 2009 eða um 220 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir