Viðskipti innlent

ÍLS sektaður fyrir brot á verðbréfalögum

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað Íbúðalánasjóð (ÍLS) fyrir brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Málinu lauk með sátt og greiðir ÍLS 400.000 kr. í sekt.

Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að með sáttinni gekkst Íbúðalánasjóður sem útgefandi skráðra skuldabréfa, við því að hafa brotið gegn lögunummeð því að hafa skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum rúmum 7 mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins.

Í lögum um vrðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×