Viðskipti innlent

Kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 2,5%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samtök atvinnulífsins segja að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað frá byrjun árs 2008.
Samtök atvinnulífsins segja að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað frá byrjun árs 2008.
Samtök atvinnulífsins fullyrða að kaupmáttur lágmarkslauna sé 2,5% hærri en hann hafi verið í byrjun árs 2008.

Máli sínu til stuðnings benda samtökin á að lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði hafi verið hækkuð í 165 þúsund krónur þann 1. júní siðastliðinn samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ. Lágmarkslaunin hafi verið hækkuð um 40 þúsund krónur á samningstímabilinu. Það er frá febrúar 2008 til nóvemberloka þessa árs, eða um 32%. Frá ársbyrjun 2008 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 29%.

Samtök atvinnulífsins segja að öðru máli gegni um laun almennt. Launavísitala Hagstofunnar, sem endurspegli laun alls launafólks á landinu, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, hafi hækkað um 12% frá ársbyrjun 2008 en kaupmáttur launa hafi dregist saman um 13,5% á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×