Viðskipti innlent

Vilja bjóða upp 48 nemendaíbúðir

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst.
Tryggingarmiðstöðin fer fram á að 48 íbúðir á nemendagörðum Háskólans á Bifröst verði boðnar upp í næstu viku vegna tæplega fjögurra milljóna króna skuldar. Mannleg mistök, skuldin verður greidd á eftir segir fjármálastjórinn.

Leigufélagið Selfell og nemendagarðar Háskólans á Bifröst deildu lengi um íbúðirnar á Sjónarhóli á Bifröst. Íbúðirnar eru 48 og eru fyrir nemendur á leigulóð við háskólann. Deilt var um efndir leigusamningsins sem endaði með því að nemendagarðar hættu að greiða leigu, þrátt fyrir að íbúðirnar væru í útleigu til nemenda. Deilan endaði fyrir héraðsdómi þar sem nemendagörðum var gert skylt að greiða leigufélaginu húsaleiguna. Nemendagarðar ætluðu að áfrýja dómnum til Hæstaréttar en sátt náðist í málinu áður en það fór þá leið.

Í dag er svo auglýst uppboð á íbúðunum næstkomandi fimmtudag. Gerðarbeiðandi er Tryggingarmiðstöðin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna vangoldinna brunatrygginga. Skuldin stendur í dag í tæpum fjórum milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×