Viðskipti innlent

Ládeyða áfram á fasteignamarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er gert fyrir ládeyðu áfram á fasteignamarkaði.
Það er gert fyrir ládeyðu áfram á fasteignamarkaði.
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að velta á íbúðamarkaði aukist ekki að neinu ráði fyrr en fjárhagsleg endurskipulagning heimilanna verður um garð gengin, atvinnuástandið hefur batnað og óvissa varðandi framtíðartekjumöguleika heimila minnkar. Greining segir að vandi sé að mæla verðbreytingar og svo verði áfram þar til að veltan á íbúðamarkaði fari að aukast. Eftir því sem veltan eykst muni verðvísitölurnar líklega koma betur til skila þeirri lækkun sem orðið hafi í reynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×