Viðskipti innlent

Halli ríkissjóðs 34 milljörðum minni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármálaráðuneytið mun kynna ríkisreikning innan skamms. Mynd/ Vilhelm.
Fjármálaráðuneytið mun kynna ríkisreikning innan skamms. Mynd/ Vilhelm.
Hallarekstur ríkissjóðs á síðasta ári var 34 milljörðum krónum lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisreikningur fyrir síðasta ár er tilbúinn og verður birtur á næstu dögum, samkvæmt heimildum Vísis.

Eins og Fréttablaðið sagði frá í byrjun júlí urðu heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert hafði verið ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða varð tæpir 440 milljarðar króna.

Tekjuskattur varð mun hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Atvinnuleysi var minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins mikill og gert var ráð fyrir.

Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru tekjur ríkissjóðs hins vegar 175 milljarðar króna, samkvæmt greiðsluuppgjöri. Þetta er 1,5 milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Áætlun fjárlaga gerði hins vegar ráð fyrir að innheimtar tekjur á þessu tímabili yrðu tæplega 181 milljarður króna. Tekjurnar voru því tæpum sex milljörðum króna undir áætlun á fyrstu mánuðum þessa árs.








Tengdar fréttir

Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun

Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×